Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 26. júlí 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Best í 11. umferð: Var í landsliðinu í fimleikum
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin 16 ára gamla Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir er leikmaður 11. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna en hún skoraði þrennu fyrir Stjörnuna í 5-2 útisigri gegn HK/Víkingi í vikunni.

„Það er alltaf gaman að skora mörk og að skora þrennu i þessum leik var bara mjög skemmtilegt og líka að vinna leikinn. Sigurinn var mjög mikilvægur fyrir okkur eftir að það hefur ekki gengið nógu vel í síðustu leikjum," sagði Hildigunnur við Fótbolta.net.

Stjarnan hafði ekki skorað mark í Pepsi Max-deildinni síðan 22. maí áður en að mörkin hrúguðust inn gegn HK/Víkingi.

„Stemmningin í hópnum fyrir leikinn var fín og við vorum bara að hugsa um þennan leik, að gera eins vel og við gætum. Við vitum alveg að við getum skorað mörk þó það hafi ekki gengið vel," sagði Hildigunnur en Stjarnan hoppaði upp í 5. sætið með sigrinum.

„Ég hef trú á liðinu og við reynum auðvitað að ná eins góðum árangri og hægt er. Við erum með flotta leikmenn og fína liðsheild. Vonandi náum við að byggja á þessum sigri og safna stigum," bætti Hildigunnur við en hver eru hennar markmið út tímabilið? „Mín markmið eru að nýta vel þau tækifæri sem ég fæ með liðinu og leggja mig 100% fram á vellinum."

Hildigunnur er ekki einungis efnileg í fótbolta því hún þótti einnig mjög öflug í fimleikum áður en hún hætti í þeirri íþrótt í fyrra.

„Ég hef æft bæði fimleika og fótbolta frá því ég var lítil, var fyrst í áhaldafimleikum og seinna í hópfimleikum. Síðasta sumar var ég í unglingalandsliðshóp í fimleikum að æfa fyrir EM og á fullu í fótboltanum með 2.flokki. Þar sem það voru oft árekstrar milli æfinga og leikja þá ákvað ég að hætta í fimleikunum og einbeita mér að fótboltanum," sagði Hildigunnur.

„Þótt að meiri tími færi oft í fimleikana þá fannst mér fótboltinn alltaf skemmtilegri, þar var minni alvara og meiri gleði. Fimleikarnir gáfu mér samt margt sem nýtist mér í fótboltanum, eins og styrk og einbeitingu," sagði Hildigunnur að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 10. umferð - Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Best í 9. umferð - Sandra Mayor (Þór/KA)
Best í 7. umferð - Natasha Anasi (Keflavík)
Best í 6. umferð - Elín Metta Jensen (Valur)
Best í 5. umferð - Cloe Lacasse (ÍBV)
Best í 4. umferð - Elín Metta Jensen (Valur)
Best í 3. umferð - Birta Guðlaugsdóttir (Stjarnan)
Best í 2. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Best í 1. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner