fim 21. september 2006 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Landsbankadeild 9/12: Tóbak og áfengi
Mynd: Getty Images
Undanfarna daga hefur Fótbolti.net birt könnun sem Fótbolti.net framkvæmdi meðal leikmanna deildarinnar í vor þegar mótið var að byrja. Í dag ætlum við að birta niðurstöður spurninga sem vörðuðu tóbaks og áfengisnotkun leikmannana.

Aðeins fimm prósent leikmanna deildarinnar reykja sem verða að þykja góðar niðurstöður þó auðvitað hljóti að vera markmið að útrýma reykingum alveg úr íþróttunum. Neikvæðari niðurstöður koma hinsvegar þegar spurt er út í munntóbaksnotkun leikmannana.

26% leikmanna deildarinnar segjast nota munntóbak og ljóst að þarna þarf að taka verulega á málum. Alltof algengt er að að til íþróttamanna sjáist með munntóbak í vörinni en mikill misskilningur er hjá þeim sem telja munntóbak skaðlaust.

Í munntóbaki eru að minnsta kosti 28 þekktir krabbameinsvaldar og sumir í mun meira magni í munntóbaki en reyktóbaki. Sá sem notar 10 grömm af munntóbaki á dag fær til dæmis allt að þrefalt meira af ákveðnum krabbameinsvaldandi efnum en sá sem reykir 1 pakka af sígarettum á dag.

Einnig var spurt út í notkun leikmanna á áfengi en þar kom í ljós að 10% leikmanna nota aldrei áfengi og 44% sjaldnar en mánaðarlega. Nánar er hægt að rýna í niðurstöðurnar hér að neðan.

Reykir þú ?
Já - 5%
Nei – 95 %

Notar þú munntóbak?
Já - 26%
Nei – 74 %

Notar þú áfengi?
Nei, Aldrei 10%
Já, sjaldnar en mánaðarlega 44%
Já, oftar en mánaðarlega 39%
Já, vikulega 5%
Já, oftar en vikulega 2%

Í maí 2006 lagði Fótbolti.net könnun fyrir alla leikmenn Landsbankadeildarinnar. Svarhlutfallið var mjög gott því 175 leikmenn deildarinnar svöruðu könnuninni. Nú höfum við unnið úr niðurstöðum könnunarinnar og á næstu dögum munum við birta daglega fróðlegar upplýsingar sem þar komu fram. Klukkan 12:00 á hádegi alla daga fram að lokaumferð deildarinnar 23. september mun birtast hér á síðunni nýr moli úr könnuninni.

Sjá einnig:
Landsbankadeild 1/12: Skemmtilegasti og erfiðasti völlurinn
Landsbankadeild 2/12: Flestir töldu Tryggva bestan
Landsbankadeild 3/12: Flestir ætla að spila áfram þó lið þeirra falli
Landsbankadeild 4/12: Flestir leika í adidas skóm
Landsbankadeild 5/12: Flestir ánægðir með landsliðsþjálfarann
Landsbankadeild 6/12: Ekki gáfulegt að reka þjálfarann
Landsbankadeild 7/12: Flestir vilja fjölga í deildinni
Landsbankadeild 8/12: Meirihlutinn fær borgað fyrir að spila
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner