Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 03. júní 2008 08:00
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Hin Hliðin: María B. Ágústsdóttir (KR)
María í leik með KR
María í leik með KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
María að taka við Lengjubikarnum í vor
María að taka við Lengjubikarnum í vor
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er komið að hinni hliðinni en að þessu sinni er það María B. Ágústsdóttir sem svarar nokkrum laufléttum spurningum. María er aðalmarkvörður bikarmeistara KR og hefur að baki 8 A landsleiki fyrir Íslands hönd og 30 með yngri landsliðunum. Hún er uppalin í Stjörnunni og hefur alls spilað 52 leiki í efstu deild kvenna.


Fullt nafn:María Björg Ágústsdóttir

Gælunafn: Maja, Majsól, Hægri sleggjan

Aldur: Hálft ár í tuttugu-og-sexy

Giftur / sambúð? Ólofuð í einbúð
Börn: Ekki enn

Hvað eldaðir þú síðast? Bakaðar kartöflur (fjölskyldan sá um kjötið), en þar áður eðal-Sushi með Guðrúnu Sóleyju og Emblu.

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni og piparost

Hvernig gemsa áttu? HTC 620

Uppáhaldssjónvarpsefni? Innlit / Útlit
Besta bíómyndin? The Notebook

Hvaða tónlist hlustar þú á? Aðallega innihald Léttbylgjunnar

Uppáhaldsútvarpsstöð: 96.7 og 95.7

Uppáhaldsdrykkur: Sól-appelsínusafi

Uppáhalds vefsíða? www.mbl.is

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Nei

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Verja

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Hef ekki sterka skoðun á því

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Magga Ólafs, en ég sá mikið eftir henni þegar hún hætti (of) snemma

Erfiðasti andstæðingur? Vippin hennar Hrefnu, táskotin hennar Fríðu, þrumurnar hennar Eddu, trikkin hennar Katrínar Ómars, vinstri sleggjan hennar Gunnu, tryllingurinn hennar Emblu, fyrirgjafirnar þeirra Ólínu og Fjólu...ég gæti haldið áfram...

Ekki erfiðasti andstæðingur? Er hægt að segja að einhver andstæðingur sé auðveldur?

Besti samherjinn? KR-liðið í heild er magnað. Hver einn og einasti leikmaður hefur reynst mér gífurlega vel eftir að ég ákvað að byrja aftur. Svo verð ég líka að fá að nefna Stjörnuliðið árið 2000, þvílíkt ár. :)

Sætasti sigurinn? (Óvæntur) 1-0 sigur Stjörnunnar á KR árið 2000. Það gekk allt upp í þeim leik. Sigurmarkið kom eftir skalla frá Heiðu Sigurbergs sem klobbaði Rósu samherja áður en það fór framhjá markverði KR!

Mestu vonbrigði? Háskólaferillinn, þótt námið hafi verið algjör draumur

Uppáhaldslið í enska boltanum? Ég var Poolari í húð og hár þegar RÚV var með sjónvarpsréttinn á sínum tíma og Stan Collymore var upp á sitt besta...

Uppáhaldsknattspyrnumaður? Enginn uppáhalds

Efnilegasti knattspyrnukona landsins? Sara Björk Gunnarsdóttir Haukum og Rakel Hönnudóttir Þór/KA eru að standa sig gríðarlega vel með landsliðinu.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Guðmundur Reynir Gunnarsson, enda kominn af afbragðsfólki

Fallegasta knattspyrnukonan? Dóra María Lárusdóttir

Grófasti leikmaður deildarinnar? Það er ekki að ósekju sem að Pála Marie er kallaður kletturinn af liðsfélögum sínum :) og svo er Jóna í Stjörnunni hörð í horn að taka. Annars lendi ég minnst í tæklingum, frekar að stigið sé á tærnar á mér í hornum!

Besti íþróttafréttamaðurinn? Pass

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Á eftir að komast að því ;)

Hefurðu skorað sjálfsmark? Ekki svo ég viti í beinum skilningi en hef gert mistök sem kosta mark, sem mætti þá að einhverju leyti telja sem sjálfsmark.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Man hreinlega ekki eftir neinu í leik sem ég hef tekið þátt í, en fannst skemmtileg sagan frá KR stelpunum þegar dómarinn fékk magakveisu í miðjum leik sem endaði í uppköstum við hliðarlínu og ræsa þurfti út annan dómara til að klára leikinn.

Spilaðir þú Championship Manager tölvuleikinn? Já, þegar hann var í DOS útgáfunni (engar myndir, einungis texti).

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Sumarið 1997

Hvernig finnst þér Fótbolti.net? Frábær viðbót í fótboltaflóruna

Kíkir þú oft á Fótbolti.net? Oftast daglega

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Ekki neinu á Íslandsmóti, en það væri skemmtilegt að prófa nýjar reglur í leikjum á veturna: t.d. innkasti í innspark og 2mín brottvísun við gult spjald – gaman að sjá hvort eitthvað kæmi út úr því.

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) U2 aftur, með Mary J Blige sem gestasöngkonu.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hita upp og “keep away”

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Ásthildur Helgadóttir

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Heimilið

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Fer eftir því hvort það er helgi eða vinnudagur

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Það væri gaman að læra af Tiger Woods

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já, hef reynt að fylgjast með Stjörnunni í handbolta

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Heimaleik Chelsea s.l. sumar

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas Predators

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Mannkynssögu
Athugasemdir
banner
banner
banner