Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   lau 01. apríl 2023 19:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
„Veit að það sem ég segi er afgreitt sem eitthvað landsbyggðarvæl"
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hefði viljað vinna, en þetta er bara svona. Það munaði einu marki í vítaspyrnukeppni," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir tap gegn Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.

„Við erum mjög svekkt hvernig við gáfum þeim seinna markið þar sem við missum boltann í kjörstöðu. Við eigum bara eftir að stinga honum í gegn og klára leikinn, en við missum hann. Það sló okkur svolítið illa."

Lestu um leikinn: Stjarnan 7 -  6 Þór/KA

„Við eigum mikið inn spilalega séð, en þetta var jafn úrslitaleikur á móti liði sem er spáð mikilli velgengni. Ég get ekki verið mjög ósáttur við mitt lið, ég er mjög ánægður með þær."

Þór/KA spilaði í undanúrslitunum gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli og þurfti að mæta aftur á höfuðborgarsvæðið í úrslitaleikinn. Það var hlutkesti upp á það hvar úrslitaleikurinn myndi fara fram.

„Auðvitað er ég svekktur með það, þetta er alveg glórulaust. Ég veit að það sem ég segi er afgreitt sem eitthvað landsbyggðarvæl og það má bara heita það fyrir mér. Við erum að fara í fjórðu ferðina og setja okkur í eina til eina og hálfa milljón í mínus í ferðakostnað fyrir mót á meðan Stjarnan fer í Mosfellsbæ og niður í Laugardal. Það er auðvitað svekkjandi en svona eru reglurnar og við vitum þær þegar við byrjum í mótinu. Mér finnst þetta mjög heimskulegar reglur."

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Jóhann Kristinn fer meira yfir undirbúningstímabilið, en hann tók aftur við liðinu í vetur eftir að hafa náð mjög góðum árangri með það fyrir nokkrum árum síðan.
Athugasemdir
banner