Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 01. apríl 2023 19:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
„Veit að það sem ég segi er afgreitt sem eitthvað landsbyggðarvæl"
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hefði viljað vinna, en þetta er bara svona. Það munaði einu marki í vítaspyrnukeppni," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir tap gegn Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.

„Við erum mjög svekkt hvernig við gáfum þeim seinna markið þar sem við missum boltann í kjörstöðu. Við eigum bara eftir að stinga honum í gegn og klára leikinn, en við missum hann. Það sló okkur svolítið illa."

Lestu um leikinn: Stjarnan 7 -  6 Þór/KA

„Við eigum mikið inn spilalega séð, en þetta var jafn úrslitaleikur á móti liði sem er spáð mikilli velgengni. Ég get ekki verið mjög ósáttur við mitt lið, ég er mjög ánægður með þær."

Þór/KA spilaði í undanúrslitunum gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli og þurfti að mæta aftur á höfuðborgarsvæðið í úrslitaleikinn. Það var hlutkesti upp á það hvar úrslitaleikurinn myndi fara fram.

„Auðvitað er ég svekktur með það, þetta er alveg glórulaust. Ég veit að það sem ég segi er afgreitt sem eitthvað landsbyggðarvæl og það má bara heita það fyrir mér. Við erum að fara í fjórðu ferðina og setja okkur í eina til eina og hálfa milljón í mínus í ferðakostnað fyrir mót á meðan Stjarnan fer í Mosfellsbæ og niður í Laugardal. Það er auðvitað svekkjandi en svona eru reglurnar og við vitum þær þegar við byrjum í mótinu. Mér finnst þetta mjög heimskulegar reglur."

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Jóhann Kristinn fer meira yfir undirbúningstímabilið, en hann tók aftur við liðinu í vetur eftir að hafa náð mjög góðum árangri með það fyrir nokkrum árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner