Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
   lau 01. apríl 2023 19:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
„Veit að það sem ég segi er afgreitt sem eitthvað landsbyggðarvæl"
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hefði viljað vinna, en þetta er bara svona. Það munaði einu marki í vítaspyrnukeppni," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir tap gegn Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.

„Við erum mjög svekkt hvernig við gáfum þeim seinna markið þar sem við missum boltann í kjörstöðu. Við eigum bara eftir að stinga honum í gegn og klára leikinn, en við missum hann. Það sló okkur svolítið illa."

Lestu um leikinn: Stjarnan 7 -  6 Þór/KA

„Við eigum mikið inn spilalega séð, en þetta var jafn úrslitaleikur á móti liði sem er spáð mikilli velgengni. Ég get ekki verið mjög ósáttur við mitt lið, ég er mjög ánægður með þær."

Þór/KA spilaði í undanúrslitunum gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli og þurfti að mæta aftur á höfuðborgarsvæðið í úrslitaleikinn. Það var hlutkesti upp á það hvar úrslitaleikurinn myndi fara fram.

„Auðvitað er ég svekktur með það, þetta er alveg glórulaust. Ég veit að það sem ég segi er afgreitt sem eitthvað landsbyggðarvæl og það má bara heita það fyrir mér. Við erum að fara í fjórðu ferðina og setja okkur í eina til eina og hálfa milljón í mínus í ferðakostnað fyrir mót á meðan Stjarnan fer í Mosfellsbæ og niður í Laugardal. Það er auðvitað svekkjandi en svona eru reglurnar og við vitum þær þegar við byrjum í mótinu. Mér finnst þetta mjög heimskulegar reglur."

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Jóhann Kristinn fer meira yfir undirbúningstímabilið, en hann tók aftur við liðinu í vetur eftir að hafa náð mjög góðum árangri með það fyrir nokkrum árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner