Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   lau 01. apríl 2023 19:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
„Veit að það sem ég segi er afgreitt sem eitthvað landsbyggðarvæl"
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hefði viljað vinna, en þetta er bara svona. Það munaði einu marki í vítaspyrnukeppni," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir tap gegn Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.

„Við erum mjög svekkt hvernig við gáfum þeim seinna markið þar sem við missum boltann í kjörstöðu. Við eigum bara eftir að stinga honum í gegn og klára leikinn, en við missum hann. Það sló okkur svolítið illa."

Lestu um leikinn: Stjarnan 7 -  6 Þór/KA

„Við eigum mikið inn spilalega séð, en þetta var jafn úrslitaleikur á móti liði sem er spáð mikilli velgengni. Ég get ekki verið mjög ósáttur við mitt lið, ég er mjög ánægður með þær."

Þór/KA spilaði í undanúrslitunum gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli og þurfti að mæta aftur á höfuðborgarsvæðið í úrslitaleikinn. Það var hlutkesti upp á það hvar úrslitaleikurinn myndi fara fram.

„Auðvitað er ég svekktur með það, þetta er alveg glórulaust. Ég veit að það sem ég segi er afgreitt sem eitthvað landsbyggðarvæl og það má bara heita það fyrir mér. Við erum að fara í fjórðu ferðina og setja okkur í eina til eina og hálfa milljón í mínus í ferðakostnað fyrir mót á meðan Stjarnan fer í Mosfellsbæ og niður í Laugardal. Það er auðvitað svekkjandi en svona eru reglurnar og við vitum þær þegar við byrjum í mótinu. Mér finnst þetta mjög heimskulegar reglur."

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Jóhann Kristinn fer meira yfir undirbúningstímabilið, en hann tók aftur við liðinu í vetur eftir að hafa náð mjög góðum árangri með það fyrir nokkrum árum síðan.
Athugasemdir