Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 01. júlí 2022 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Gary Martin: Er með einn og þrjá fjórðu af fæti
Lengjudeildin
Gary Martin
Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum ekkert hvað er planað fyrirfram, við erum á toppnum og á þessu tímapunkti í fyrra hefðum við þegið stig hér. Við erum með fleiri stig núna en eftir 18 umferðir í fyrra og við erum bara að njóta. “ Sagði Gary Martin leikmaður og fyrirliði Selfoss eftir leik liðsins gegn Grindavík sem lyktaði með 2-2 jafntefli um að leikurinn hafi ekki farið alveg eftir því plani sem lagt var upp með.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Selfoss

Selfossliðið átti erfiðan dag í miðri viku þegar liðið mætti Víkingum í Mjólkurbikarnum. Gary lék ekki í þeim leik vegna meiðsla en fannst honum mögulega leikurinn sitja í liðsfélögum sínum?

„Ég sjálfur er ekki hundrað prósent heill, Ég er með einn og þrjá fjórðu af fæti, Auðvitað voru þeir þreyttir en við virðum stigið. Það var erfitt fyrir þá að spila tíu gegn Víkingum en við börðumst í fyrri hálfleik og hefðum átt að klára leikinn þá.“

Selfoss liðið er ungt og margir leikmenn sem telja ekki háan fjölda ára í liðinu. Staðreyndin er þó að liðið er enn á toppnum um stundarsakir hið minnsta og tilefni til bjartsýni á Selfossi fyrir komandi árum.

„Klárlega, sumir af þessum ungu strákum munu ná langt. Þeir eru með mig að öskra á sig og gætu tekið því á hvorn vegin sem er og gæti jafnvel hindrað þá á köflum en ég reyni að kalla fram það besta í þeim. Við erum með fjóra fimm stráka fædda eftir aldamót og framtíðin er bara björt fyrir þessa stráka en þeir þurfa rétta fólkið í kringum sig til að ýta þeim áfram. “

Sagði einlægur Gary Martin en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir