Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   fös 01. júlí 2022 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Gary Martin: Er með einn og þrjá fjórðu af fæti
Lengjudeildin
Gary Martin
Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum ekkert hvað er planað fyrirfram, við erum á toppnum og á þessu tímapunkti í fyrra hefðum við þegið stig hér. Við erum með fleiri stig núna en eftir 18 umferðir í fyrra og við erum bara að njóta. “ Sagði Gary Martin leikmaður og fyrirliði Selfoss eftir leik liðsins gegn Grindavík sem lyktaði með 2-2 jafntefli um að leikurinn hafi ekki farið alveg eftir því plani sem lagt var upp með.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Selfoss

Selfossliðið átti erfiðan dag í miðri viku þegar liðið mætti Víkingum í Mjólkurbikarnum. Gary lék ekki í þeim leik vegna meiðsla en fannst honum mögulega leikurinn sitja í liðsfélögum sínum?

„Ég sjálfur er ekki hundrað prósent heill, Ég er með einn og þrjá fjórðu af fæti, Auðvitað voru þeir þreyttir en við virðum stigið. Það var erfitt fyrir þá að spila tíu gegn Víkingum en við börðumst í fyrri hálfleik og hefðum átt að klára leikinn þá.“

Selfoss liðið er ungt og margir leikmenn sem telja ekki háan fjölda ára í liðinu. Staðreyndin er þó að liðið er enn á toppnum um stundarsakir hið minnsta og tilefni til bjartsýni á Selfossi fyrir komandi árum.

„Klárlega, sumir af þessum ungu strákum munu ná langt. Þeir eru með mig að öskra á sig og gætu tekið því á hvorn vegin sem er og gæti jafnvel hindrað þá á köflum en ég reyni að kalla fram það besta í þeim. Við erum með fjóra fimm stráka fædda eftir aldamót og framtíðin er bara björt fyrir þessa stráka en þeir þurfa rétta fólkið í kringum sig til að ýta þeim áfram. “

Sagði einlægur Gary Martin en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner