Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 01. júlí 2022 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Gary Martin: Er með einn og þrjá fjórðu af fæti
Lengjudeildin
Gary Martin
Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum ekkert hvað er planað fyrirfram, við erum á toppnum og á þessu tímapunkti í fyrra hefðum við þegið stig hér. Við erum með fleiri stig núna en eftir 18 umferðir í fyrra og við erum bara að njóta. “ Sagði Gary Martin leikmaður og fyrirliði Selfoss eftir leik liðsins gegn Grindavík sem lyktaði með 2-2 jafntefli um að leikurinn hafi ekki farið alveg eftir því plani sem lagt var upp með.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Selfoss

Selfossliðið átti erfiðan dag í miðri viku þegar liðið mætti Víkingum í Mjólkurbikarnum. Gary lék ekki í þeim leik vegna meiðsla en fannst honum mögulega leikurinn sitja í liðsfélögum sínum?

„Ég sjálfur er ekki hundrað prósent heill, Ég er með einn og þrjá fjórðu af fæti, Auðvitað voru þeir þreyttir en við virðum stigið. Það var erfitt fyrir þá að spila tíu gegn Víkingum en við börðumst í fyrri hálfleik og hefðum átt að klára leikinn þá.“

Selfoss liðið er ungt og margir leikmenn sem telja ekki háan fjölda ára í liðinu. Staðreyndin er þó að liðið er enn á toppnum um stundarsakir hið minnsta og tilefni til bjartsýni á Selfossi fyrir komandi árum.

„Klárlega, sumir af þessum ungu strákum munu ná langt. Þeir eru með mig að öskra á sig og gætu tekið því á hvorn vegin sem er og gæti jafnvel hindrað þá á köflum en ég reyni að kalla fram það besta í þeim. Við erum með fjóra fimm stráka fædda eftir aldamót og framtíðin er bara björt fyrir þessa stráka en þeir þurfa rétta fólkið í kringum sig til að ýta þeim áfram. “

Sagði einlægur Gary Martin en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner