Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   fös 01. júlí 2022 22:50
Sverrir Örn Einarsson
Gary Martin: Er með einn og þrjá fjórðu af fæti
Lengjudeildin
Gary Martin
Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum ekkert hvað er planað fyrirfram, við erum á toppnum og á þessu tímapunkti í fyrra hefðum við þegið stig hér. Við erum með fleiri stig núna en eftir 18 umferðir í fyrra og við erum bara að njóta. “ Sagði Gary Martin leikmaður og fyrirliði Selfoss eftir leik liðsins gegn Grindavík sem lyktaði með 2-2 jafntefli um að leikurinn hafi ekki farið alveg eftir því plani sem lagt var upp með.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Selfoss

Selfossliðið átti erfiðan dag í miðri viku þegar liðið mætti Víkingum í Mjólkurbikarnum. Gary lék ekki í þeim leik vegna meiðsla en fannst honum mögulega leikurinn sitja í liðsfélögum sínum?

„Ég sjálfur er ekki hundrað prósent heill, Ég er með einn og þrjá fjórðu af fæti, Auðvitað voru þeir þreyttir en við virðum stigið. Það var erfitt fyrir þá að spila tíu gegn Víkingum en við börðumst í fyrri hálfleik og hefðum átt að klára leikinn þá.“

Selfoss liðið er ungt og margir leikmenn sem telja ekki háan fjölda ára í liðinu. Staðreyndin er þó að liðið er enn á toppnum um stundarsakir hið minnsta og tilefni til bjartsýni á Selfossi fyrir komandi árum.

„Klárlega, sumir af þessum ungu strákum munu ná langt. Þeir eru með mig að öskra á sig og gætu tekið því á hvorn vegin sem er og gæti jafnvel hindrað þá á köflum en ég reyni að kalla fram það besta í þeim. Við erum með fjóra fimm stráka fædda eftir aldamót og framtíðin er bara björt fyrir þessa stráka en þeir þurfa rétta fólkið í kringum sig til að ýta þeim áfram. “

Sagði einlægur Gary Martin en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner