Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 01. ágúst 2020 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ventura getur búist við að vera rekinn - Eigandinn brjálaður
Mynd: pulse.ng
Giampiero Ventura, fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu sem mistókst að fara með liðið á HM í Rússlandi, getur búist við að vera rekinn úr starfi sínu hjá Salernitana.

Ventura var ráðinn til að koma félaginu upp í Serie A en liðið tapaði óvænt heimaleik gegn Spezia í gær, þar sem Sveinn Aron Guðjohnsen lagði upp sigurmarkið, og missti þar með af umspilssæti.

Claudio Lotito, eigandi Lazio og Salernitana, var ekki sáttur að leikslokum og náði fréttamaður Il Tempo að taka myndband af honum á veitingastað.

„Þessi ljóti skítur. Þessi gaur er klikkaður. Hann tók Akpa út af miðjunni og eyðilagði allt. Hann villt alltaf nota þennan Maistro..." sagði Lotito í myndbandinu þar sem hann ræddi við samstarfsfélaga sinn.

Salernitana tók forystuna snemma leiks en Spezia jafnaði og fékk Fabio Maistro rautt spjald í síðari hálfleik. Spezia stjórnaði seinni hálfleiknum og verðskuldaði sigurmarkið undir lokin. Spezia endar í þriðja sæti Serie B og fer því í umspil um síðasta lausa sætið í Serie A.
Athugasemdir
banner
banner