
Breiðablik fékk Þrótt R. í heimsókn í lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrr í dag. Leikar enduðu 3-2 fyrir gestunum en staðan var 3-0 í hálfleik. Ásmundur Arnarsson mætti súr í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 3 Þróttur R.
„Fyrst og fremst er ég bara enn í sjokki hvernig við byrjum leikinn, gríðarlega ólíkt okkur. Við gerum mistök og fáum á okkur ódýrt mark en við náum aldrei að komast út úr því í fyrri hálfleiknum við erum hikandi í öllum aðgerðum. Þó við séum að sækja meira þá erum við opnar, út úr stöðum, töpum návígum og ólíkar sjálfum okkur. En í seinni hálfleik erum við líkari sjálfum okkur og náum að þjappa okkur saman, við skorum snemma tvö mörk og vorum líklegar til að skora fleiri en það tókst ekki."
Breiðablik náði ekki Evrópusæti í ár, má kalla þetta vonbrigðartímabil?
„Já lokaniðurstaðan er vonbrigði, við getum farið yfir allt tímabilið, við erum inn í öllum keppnum og nálægt því alveg fram í lokin en að enda í 3. sæti er auðvitað vonbrigði.
Ásmundur er með samning áfram á næsta tímabili en fyrirlið liðsins Natasha Anasi er einnig með samning á næsta tímabili.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir