Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 01. október 2022 19:31
Anton Freyr Jónsson
Júlli Magg: Get eiginlega ekki lýst þessu í orðum
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga spjallaði við Fótbolta.net eftir 3-2 sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og er liðið bikarmeistari þriðja skipti í röð.

„Ég get eiginlega ekki lýst þessu í orðum. Það er bara geggjað að hafa klárað þetta eftir miðavið hvernig leikurinn spilaðist. Þetta var þvílíkur leikur og það var jafnræði á milli liðanna, við vorum kannski meira með boltann og sköpuðum meira en FH eru bara helvíti gott lið og með frábæra einstaklinga, börðust vel og við kannski héldum að við værum bara komnir með þetta eftir fyrsta og annað markið en þeir sýndu dugnað og hörku og gáfu okkur alvöru leik og við þurftum bara að vinna helvíti mikið fyrir þessu." 


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Þeir hefðu alveg geta sett annað mark á okkur alveg í lokin en við kannski vorum búnir að læra af reynslunni fyrri 90 mínútunum að þetta er ekki komið þótt þú sért komin einu marki yfir."

Nikolaj Hansen kom Víkingum í 2-1 á 88 mínútu leiksins en  FH kom strax til baka og var Július spurður hvað hafi farið útskeiðis

,Ég ætla ekki að segja að þetta hafi fallið einfaldlega fyrir þá, þeir komust í frábæra stöðu upp að endarlínu og hann bara fer bara einhverneigin inn og við kannski héldum að við værum komnir með þetta og þyrftum ekkert að vinna fyrir þessu en þetta var alvöru högg í magan en á sama skapi þá voru þeir ekki að komast yfir þannig við áttum enþá séns og börðumst vel í gegnum þetta."


Júlíius var spurður hvernig liðið ætlaði að fagna þessu en loka spretturinn er eftir í Bestu deildinni og stutt á milli leikja. 

„Ég er bara ekki alveg viss það er stutt í næsta leik þannig við verðum bara að sjá til hvað gerist."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir