Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
   lau 01. október 2022 19:31
Anton Freyr Jónsson
Júlli Magg: Get eiginlega ekki lýst þessu í orðum
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga spjallaði við Fótbolta.net eftir 3-2 sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og er liðið bikarmeistari þriðja skipti í röð.

„Ég get eiginlega ekki lýst þessu í orðum. Það er bara geggjað að hafa klárað þetta eftir miðavið hvernig leikurinn spilaðist. Þetta var þvílíkur leikur og það var jafnræði á milli liðanna, við vorum kannski meira með boltann og sköpuðum meira en FH eru bara helvíti gott lið og með frábæra einstaklinga, börðust vel og við kannski héldum að við værum bara komnir með þetta eftir fyrsta og annað markið en þeir sýndu dugnað og hörku og gáfu okkur alvöru leik og við þurftum bara að vinna helvíti mikið fyrir þessu." 


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Þeir hefðu alveg geta sett annað mark á okkur alveg í lokin en við kannski vorum búnir að læra af reynslunni fyrri 90 mínútunum að þetta er ekki komið þótt þú sért komin einu marki yfir."

Nikolaj Hansen kom Víkingum í 2-1 á 88 mínútu leiksins en  FH kom strax til baka og var Július spurður hvað hafi farið útskeiðis

,Ég ætla ekki að segja að þetta hafi fallið einfaldlega fyrir þá, þeir komust í frábæra stöðu upp að endarlínu og hann bara fer bara einhverneigin inn og við kannski héldum að við værum komnir með þetta og þyrftum ekkert að vinna fyrir þessu en þetta var alvöru högg í magan en á sama skapi þá voru þeir ekki að komast yfir þannig við áttum enþá séns og börðumst vel í gegnum þetta."


Júlíius var spurður hvernig liðið ætlaði að fagna þessu en loka spretturinn er eftir í Bestu deildinni og stutt á milli leikja. 

„Ég er bara ekki alveg viss það er stutt í næsta leik þannig við verðum bara að sjá til hvað gerist."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner