Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 01. október 2022 19:31
Anton Freyr Jónsson
Júlli Magg: Get eiginlega ekki lýst þessu í orðum
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga spjallaði við Fótbolta.net eftir 3-2 sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og er liðið bikarmeistari þriðja skipti í röð.

„Ég get eiginlega ekki lýst þessu í orðum. Það er bara geggjað að hafa klárað þetta eftir miðavið hvernig leikurinn spilaðist. Þetta var þvílíkur leikur og það var jafnræði á milli liðanna, við vorum kannski meira með boltann og sköpuðum meira en FH eru bara helvíti gott lið og með frábæra einstaklinga, börðust vel og við kannski héldum að við værum bara komnir með þetta eftir fyrsta og annað markið en þeir sýndu dugnað og hörku og gáfu okkur alvöru leik og við þurftum bara að vinna helvíti mikið fyrir þessu." 


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Þeir hefðu alveg geta sett annað mark á okkur alveg í lokin en við kannski vorum búnir að læra af reynslunni fyrri 90 mínútunum að þetta er ekki komið þótt þú sért komin einu marki yfir."

Nikolaj Hansen kom Víkingum í 2-1 á 88 mínútu leiksins en  FH kom strax til baka og var Július spurður hvað hafi farið útskeiðis

,Ég ætla ekki að segja að þetta hafi fallið einfaldlega fyrir þá, þeir komust í frábæra stöðu upp að endarlínu og hann bara fer bara einhverneigin inn og við kannski héldum að við værum komnir með þetta og þyrftum ekkert að vinna fyrir þessu en þetta var alvöru högg í magan en á sama skapi þá voru þeir ekki að komast yfir þannig við áttum enþá séns og börðumst vel í gegnum þetta."


Júlíius var spurður hvernig liðið ætlaði að fagna þessu en loka spretturinn er eftir í Bestu deildinni og stutt á milli leikja. 

„Ég er bara ekki alveg viss það er stutt í næsta leik þannig við verðum bara að sjá til hvað gerist."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner