Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 01. október 2023 22:58
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það eru bara vonbrigði að tapa. Mér fannst bara Valsmennirnir bara sterkari í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Eftir að hafa verið flautaðir út úr þessum leik á móti Víking þar sem við spiluðum einum færri á erfiðasta útivelli landsins að þá var bara ekki nóg á tanknum í seinni hálfleik til þess að gera einhverja hluti.“ sagði Heimir Guðjónsson, Þjálfari FH, eftir 4-1 tap á móti sínu gamla félagi.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 FH

Heimir var ekki sáttur með hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist, honum lýst þó vel á framtíðina.

„Valsararnir voru bara betri og við náðum ekki að klukka þá og vorum langt frá mönnunum okkar, einfaldar sendingar voru að klikka og síðan vorum við að tapa boltanum á slæmum stöðum. Eftir erfiðan leik á fimmtudaginn var bara ekki nein innistæða fyrir neinar rósir í seinni hálfleik. En engu að síður var mikil bæting á liðinu. Margir ungir leikmenn hafa tekið stórt stökk og bætt sig. Við þurfum bara að byggja ofan á það og vera betur tilbúnir á næsta ári. Síðan þurfum við bara að klára þennan leik á móti KR með sæmd og sína stolt á heimavelli.“

Heimir segir að FH séu ekki á leiðinni í Evrópu nema þeir fái mesta kraftaverk í sögu íslensks fótbolta.

„Evrópa er búinn fyrir okkur. Það er svo mikill munur á FH og Stjörnunni að ég bara sé það ekki gerast. Nema við fáum eitthvað mesta kraftaverk í sögu íslenks fótbolta.“

Það vakti athygli að FH gerði einungis eina breytingu á liðinu sínu frá tapinu gegn Víkingi R. en eina breytingin var gerð vegna þess að Ástbjörn Þórðarson var í leikbanni.

„Þessir leikmenn hafa staðið sig vel og þessir leikmenn á bekknum eru að koma úr meiðslum fyrir utan kannski einn eða tvö. Jú það er rétt, það er spurning hvort að við hefðum átt að rótera eitthvað. En við mátum stöðuna þannig að við þyrftum ekki að gera það. Við gerðum breytingar í seinni hálfleik en þeir voru bara betri.“

Nánar er rætt við Heimi í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner