Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   sun 01. október 2023 22:58
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það eru bara vonbrigði að tapa. Mér fannst bara Valsmennirnir bara sterkari í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Eftir að hafa verið flautaðir út úr þessum leik á móti Víking þar sem við spiluðum einum færri á erfiðasta útivelli landsins að þá var bara ekki nóg á tanknum í seinni hálfleik til þess að gera einhverja hluti.“ sagði Heimir Guðjónsson, Þjálfari FH, eftir 4-1 tap á móti sínu gamla félagi.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 FH

Heimir var ekki sáttur með hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist, honum lýst þó vel á framtíðina.

„Valsararnir voru bara betri og við náðum ekki að klukka þá og vorum langt frá mönnunum okkar, einfaldar sendingar voru að klikka og síðan vorum við að tapa boltanum á slæmum stöðum. Eftir erfiðan leik á fimmtudaginn var bara ekki nein innistæða fyrir neinar rósir í seinni hálfleik. En engu að síður var mikil bæting á liðinu. Margir ungir leikmenn hafa tekið stórt stökk og bætt sig. Við þurfum bara að byggja ofan á það og vera betur tilbúnir á næsta ári. Síðan þurfum við bara að klára þennan leik á móti KR með sæmd og sína stolt á heimavelli.“

Heimir segir að FH séu ekki á leiðinni í Evrópu nema þeir fái mesta kraftaverk í sögu íslensks fótbolta.

„Evrópa er búinn fyrir okkur. Það er svo mikill munur á FH og Stjörnunni að ég bara sé það ekki gerast. Nema við fáum eitthvað mesta kraftaverk í sögu íslenks fótbolta.“

Það vakti athygli að FH gerði einungis eina breytingu á liðinu sínu frá tapinu gegn Víkingi R. en eina breytingin var gerð vegna þess að Ástbjörn Þórðarson var í leikbanni.

„Þessir leikmenn hafa staðið sig vel og þessir leikmenn á bekknum eru að koma úr meiðslum fyrir utan kannski einn eða tvö. Jú það er rétt, það er spurning hvort að við hefðum átt að rótera eitthvað. En við mátum stöðuna þannig að við þyrftum ekki að gera það. Við gerðum breytingar í seinni hálfleik en þeir voru bara betri.“

Nánar er rætt við Heimi í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner