Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 01. október 2023 22:58
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það eru bara vonbrigði að tapa. Mér fannst bara Valsmennirnir bara sterkari í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Eftir að hafa verið flautaðir út úr þessum leik á móti Víking þar sem við spiluðum einum færri á erfiðasta útivelli landsins að þá var bara ekki nóg á tanknum í seinni hálfleik til þess að gera einhverja hluti.“ sagði Heimir Guðjónsson, Þjálfari FH, eftir 4-1 tap á móti sínu gamla félagi.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 FH

Heimir var ekki sáttur með hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist, honum lýst þó vel á framtíðina.

„Valsararnir voru bara betri og við náðum ekki að klukka þá og vorum langt frá mönnunum okkar, einfaldar sendingar voru að klikka og síðan vorum við að tapa boltanum á slæmum stöðum. Eftir erfiðan leik á fimmtudaginn var bara ekki nein innistæða fyrir neinar rósir í seinni hálfleik. En engu að síður var mikil bæting á liðinu. Margir ungir leikmenn hafa tekið stórt stökk og bætt sig. Við þurfum bara að byggja ofan á það og vera betur tilbúnir á næsta ári. Síðan þurfum við bara að klára þennan leik á móti KR með sæmd og sína stolt á heimavelli.“

Heimir segir að FH séu ekki á leiðinni í Evrópu nema þeir fái mesta kraftaverk í sögu íslensks fótbolta.

„Evrópa er búinn fyrir okkur. Það er svo mikill munur á FH og Stjörnunni að ég bara sé það ekki gerast. Nema við fáum eitthvað mesta kraftaverk í sögu íslenks fótbolta.“

Það vakti athygli að FH gerði einungis eina breytingu á liðinu sínu frá tapinu gegn Víkingi R. en eina breytingin var gerð vegna þess að Ástbjörn Þórðarson var í leikbanni.

„Þessir leikmenn hafa staðið sig vel og þessir leikmenn á bekknum eru að koma úr meiðslum fyrir utan kannski einn eða tvö. Jú það er rétt, það er spurning hvort að við hefðum átt að rótera eitthvað. En við mátum stöðuna þannig að við þyrftum ekki að gera það. Við gerðum breytingar í seinni hálfleik en þeir voru bara betri.“

Nánar er rætt við Heimi í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner