Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   sun 01. október 2023 22:58
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það eru bara vonbrigði að tapa. Mér fannst bara Valsmennirnir bara sterkari í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Eftir að hafa verið flautaðir út úr þessum leik á móti Víking þar sem við spiluðum einum færri á erfiðasta útivelli landsins að þá var bara ekki nóg á tanknum í seinni hálfleik til þess að gera einhverja hluti.“ sagði Heimir Guðjónsson, Þjálfari FH, eftir 4-1 tap á móti sínu gamla félagi.


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 FH

Heimir var ekki sáttur með hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist, honum lýst þó vel á framtíðina.

„Valsararnir voru bara betri og við náðum ekki að klukka þá og vorum langt frá mönnunum okkar, einfaldar sendingar voru að klikka og síðan vorum við að tapa boltanum á slæmum stöðum. Eftir erfiðan leik á fimmtudaginn var bara ekki nein innistæða fyrir neinar rósir í seinni hálfleik. En engu að síður var mikil bæting á liðinu. Margir ungir leikmenn hafa tekið stórt stökk og bætt sig. Við þurfum bara að byggja ofan á það og vera betur tilbúnir á næsta ári. Síðan þurfum við bara að klára þennan leik á móti KR með sæmd og sína stolt á heimavelli.“

Heimir segir að FH séu ekki á leiðinni í Evrópu nema þeir fái mesta kraftaverk í sögu íslensks fótbolta.

„Evrópa er búinn fyrir okkur. Það er svo mikill munur á FH og Stjörnunni að ég bara sé það ekki gerast. Nema við fáum eitthvað mesta kraftaverk í sögu íslenks fótbolta.“

Það vakti athygli að FH gerði einungis eina breytingu á liðinu sínu frá tapinu gegn Víkingi R. en eina breytingin var gerð vegna þess að Ástbjörn Þórðarson var í leikbanni.

„Þessir leikmenn hafa staðið sig vel og þessir leikmenn á bekknum eru að koma úr meiðslum fyrir utan kannski einn eða tvö. Jú það er rétt, það er spurning hvort að við hefðum átt að rótera eitthvað. En við mátum stöðuna þannig að við þyrftum ekki að gera það. Við gerðum breytingar í seinni hálfleik en þeir voru bara betri.“

Nánar er rætt við Heimi í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir