Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 01. október 2023 14:42
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Kristins heiðraður fyrir leikinn gegn Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var heiðraður fyrir leik liðsins gegn Breiðabliki á Meistaravöllum, en hann er að stýra síðasta heimaleik sínum.

Lestu um leikinn: KR 4 -  3 Breiðablik

KR sendi á dögunum frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að Rúnar myndi láta af störfum eftir tímabilið.

Rúnar hefur stýrt liðinu frá 2017 og gerði meðal annars liðið að Íslandsmeisturum tveimur árum síðar. Áður stýrði hann liðinu frá 2010 til 2014 þar sem hann gerði liðið tvisvar að Íslandsmeisturum og bikarmeisturum í þrígang.

Hann og Kristján Finnbogason, markvarðarþjálfari KR, láta báðir af störfum eftir tímabilið og voru heiðraðir af Páli Kristjánssyni, formanni knattspyrnudeildar KR og Bjarna Guðjónssyni, framkvæmdastjóra félagsins.

Melkorka Rán Hafliðadóttir, styrktarþjálfari, var einnig heiðruð, en öll fengu blómvönd og gjafapoka fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner