Darren England og Dan Cook, VAR-dómarar í leik Tottenham Hotspur og Liverpool, eru komnir í skammarkrókinn eftir mistök í rangstöðumarki Luis Díaz í gær og dæma ekki meira í þessari umferð.
Fullkomlega löglegt mark var tekið af Díaz á 34. mínútu, en PGMOL (dómarasamtök ensku úrvalsdeildarinnar) sagði mistökin mannleg.
Þar kemur fram að allt hafi verið byggt á risastórum misskilningi, en Darren England, sem var VAR-dómari í leiknum, taldi að Simon Hooper, vallardómari, hafi dæmt mark og að hann hafi einungis verið að staðfesta að ákvörðun Hooper væri rétt.
Mistökin voru hins vegar viðurkennd og og var haft samband við Liverpool um leið, en England, sem átti að vera fjórði dómari í leik Nottingham Forest og Brentford í dag, mun ekki starfa á þeim leik, en Craig Pawson mun leysa hann af.
Dan Cook, sem var aðstoðarmaður England í gær, átti þá að vera aðstoðardómari í leik Fulham og Chelsea á morgun, en hann eins og England, mun ekki taka þáttí fleiri verkefnum í þessari umferð. Eddie Smert verður aðstoðardómari í stað Cook.
Athugasemdir