Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. nóvember 2019 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Roma búið að bjóða í Smalling
Mynd: Getty Images
Sky á Ítalíu heldur því fram að Roma sé búið að leggja fram tilboð í Chris Smalling, sem er hjá félaginu að láni frá Manchester United út tímabilið.

Smalling hefur farið vel af stað í Róm og er búinn að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliðinu. Hann skoraði í 0-4 sigri gegn Udinese í vikunni og hefur leikið mikilvægt hlutverk í góðri byrjun Roma á leiktíðinni.

Sky segir Roma hafa lagt fram tilboð sem hljóðar upp á 8,5 milljónir punda en Rauðu djöflarnir eru sagðir vilja fá 17 milljónir.

Smalling verður 30 ára síðar í nóvember og býr yfir gríðarlega mikilli reynslu eftir næstum því áratug hjá Man Utd. Hann á 31 leiki að baki fyrir England.

Hann vann ensku úrvalsdeildina tvisvar með Rauðu djöflunum, FA bikarinn, deildabikarinn og Evrópudeildina einu sinni. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins 2015-16 af samherjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner