Ísland mátti sætta sig við tap gegn Þýskalandi og stigalaus landsliðsgluggi því niðurstaðan. Það mátti engu síður greina ýmis jákvæð teikn á lofti og þau Alexandra Bía og Guðmundur Aðalsteinn mættu á Heimavöllinn og fóru yfir málin ásamt Mist Rúnarsdóttur - í boði Orku Náttúrunnar og Dominos. Þátturinn er sá síðasti fyrir vetrarfrí.
Á meðal efnis:
- Stórir leikir ráðast af smæstu atriðunum
- Tvær breytingar og bullandi samkeppni
- Himinn og haf frá Bochum
- Spennandi ON-leikmenn
- Er tempóið að draga okkur aftur úr?
- Hverjar ætla sér út?
- Vonbrigði hjá U19
- Bonmati best en alltaf klúður hjá FIFA
- Hver verður fyrst okkar á topp 10 listann?
- Heimtum stig í næsta glugga
- Þetta og margt fleira í þætti dagsins.
Hlustaðu hér að ofan, í gegnum hlaðvarpsveituna þína eða á Heimavöllurinn.is
Þátturinn er í boði Dominos og Orku náttúrunnar.
Athugasemdir