Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 02. febrúar 2023 22:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vinicius Junior loksins laus frá Nike - Ekkert merki á skónum í kvöld
Neymar kominn yfir í Puma
Neymar kominn yfir í Puma
Mynd: Getty Images

Vinicius Junior leikmaður Real Madrid var á mjög löngum samningi hjá Nike en hann er nú laus allra mála og er í leit af nýjum styrktaraðila.


Hann hefur leikið í Nike skóm frá 2013, þá aðeins 13 ára gamall en þá gerði hann 10 ára samning við Nike. Árið 2018 skrifaði hann undir stærri samning og framlengdi um 10 ár til viðbótar.

Á þeim tíma fór stjarnan hans að skína skærar og honum fannst samningurinn hjá Nike ekki vera í samræmi við það. Hann fór í það að finna lausn á þessu í samvinnu við lögfræðinga en það var ekkert riftunarákvæði í samningi hans við Nike.

Þá er Adidas aðalstyrktaraðili Real Madrid sem gerir það að verkum að Vinicius gat ekki tekið þátt í flestum auglýsingaverkefnum á vegum félagsins.

Hann hefur áður mótmælt Nike með því að spila í gömlum skóm. Hann spilaði 200. leik sinn fyrir Real Madrid í kvöld þegar liðið lagði Valencia 2-0. Hann spilaði í kolsvörtum skóm sem voru ekki merktir neinu vörumerki.

„Samningur Vinicius við Nike er runninn út. Við erum ekki að flýta okkur að skrifa undir hjá öðru merki," sagði forsvarsmaður Vinicius við The Athletic.

Leikmenn á borð við Neymar, Raheem Sterling og Sergio Ramos hafa á undanförnum árum sagt skilið við Nike.


Athugasemdir
banner
banner
banner