Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 02. mars 2024 17:54
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Myndi aldrei reyna að æsa Nunez upp á þennan hátt!
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Forest hugsa sig tvisvar um næst áður en þeir ákveða að æsa upp Nunez
Stuðningsmenn Forest hugsa sig tvisvar um næst áður en þeir ákveða að æsa upp Nunez
Mynd: EPA
Þýska stjóranum Jürgen Klopp var létt eftir að Liverpool vann nauman 1-0 sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Það stefndi allt í markalaust jafntefli á City Ground-leikvanginum.

Bæði lið fengu góð færi til að skora en það var varamaðurinn Darwin Nunez sem sá til þess að Liverpool myndi auka forskot sitt í fjögur stig.

Markið kom á níundu mínútu í uppbótartíma með skalla eftir sendingu Alexis Mac Allister.

„Mjög sérstakt síðdegi. Þetta hefur verið snúin leikjadagskrá og var þessi leikur alls ekki auðveldur fyrir okkur. Við vorum ekki með frábæran takt og strákarnir fundu fyrir ákefðinni í fyrsta sinn.“

„Við áttum okkar augnablik, en byrjuðum samt ekki vel. Á síðustu sekúndu ákvað maðurinn sem lítur út eins og fyrrum leikmaður Liverpool að hann myndi skora mark og gera út um leikinn,“
sagði Klopp sem var þarna að tala um Andy Carroll, fyrrum leikmann Liverpool.

Stuðningsmenn Forest sungu að Nunez væri ömurleg útgáfa af Carroll áður en úrúgvæski sóknarmaðurinn þaggaði niður í þeim.

„Ég myndi aldrei syngja svona lag því ég myndi aldrei reyna að æsa Darwin upp,“ sagði Klopp og hló.

„Markið var lagt upp af þeim leikmanni sem var sá rólegasti á vellinum. Ég sá þetta bara í beinni en mun aldrei gleyma því. Hann var rólegur, vippar boltanum inn. Ofur stoðsending og ótrúlega mikilvægt mark.“

„Ef þú hefðir sagt við mig fyrir 12 dögum að við myndum vinna alla fjóra leiki þá hefði ég sagt að það væri ekki séns. Það var ómögulegt og miðað við kringumstæður er bara alger bilun að við höfum unnið alla þessa leiki.“

„Nú munum við hlaða batteríin fram að næsta leik. Það sem strákarnir gerðu var ansi sérsakt og sýndu þeir mikla baráttu til að ná í þessi stig. Þetta var aldrei auðvelt,“
sagði Klopp í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner