
Lestu um leikinn: HK/Víkingur 1 - 0 KR
„Við eigum að byrja leikinn. Við komum ekki tilbúnar í fyrri hálfleik og vorum smá stressaðar fannst mér. Í seinni hálfleik byrjuðu stelpurnar á fullu og þá sáum við mikinn mun á liðinu," sagði Bojana eftir 1-0 sigur gegn HK/Víking í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna.
Tveir leikmenn KR fóru útaf meiddar en var ekki komið í ljós hversu slæm þau meiðsli voru.
„Hlíf hefur verið með smá meiðsli, svo það er ekkert nýtt hjá henni. Ég veit ekki alveg með Betsy hún þurfti að fara strax útaf en við skoðum það betur þegar við komum inn í klefa. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt, þetta er leikmaður sem er að fara á HM og einn af lykil leikmönnunum hjá okkur."
Bojana hefur þó ekki miklar áhyggjur og segir hópinn stóran og með mikla breidd.
„Það vantaði nokkra leikmenn hjá okkur í dag og við stóðum okkur ágætlega. Þetta tap segir ekki mikið um hópinn, við erum með stóran hóp og mikla breidd þannig þetta á að koma hjá okkur."
Það vakti athygli að Hrafnhildur stóð á milli stanganna hjá KR en hún hefur hvorki æft né spilað með liðinu í vetur þar sem hún er í námi erlendis.
„Það kom bara í ljós fyrir nokkrum dögum síðan eða um leið og við vissum að Ingibjörg gæti ekki spilað þá vorum við í sambandi við Hrafnhildi og hún var alveg klár."
Bojana vildi ekki gefa það upp hver myndi standa í markinu í næsta leik en sagði að það gæti vel verið að Ingibjörg eða Birna yrðu klárar fyrir þann leik.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir