Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi, að þá er það Bjarni fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
banner
   fim 02. maí 2019 22:38
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Bojana: Við vorum ekki tilbúnar í fyrri hálfleik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 1 -  0 KR

„Við eigum að byrja leikinn. Við komum ekki tilbúnar í fyrri hálfleik og vorum smá stressaðar fannst mér. Í seinni hálfleik byrjuðu stelpurnar á fullu og þá sáum við mikinn mun á liðinu," sagði Bojana eftir 1-0 sigur gegn HK/Víking í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna.

Tveir leikmenn KR fóru útaf meiddar en var ekki komið í ljós hversu slæm þau meiðsli voru.

„Hlíf hefur verið með smá meiðsli, svo það er ekkert nýtt hjá henni. Ég veit ekki alveg með Betsy hún þurfti að fara strax útaf en við skoðum það betur þegar við komum inn í klefa. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt, þetta er leikmaður sem er að fara á HM og einn af lykil leikmönnunum hjá okkur."

Bojana hefur þó ekki miklar áhyggjur og segir hópinn stóran og með mikla breidd.

„Það vantaði nokkra leikmenn hjá okkur í dag og við stóðum okkur ágætlega. Þetta tap segir ekki mikið um hópinn, við erum með stóran hóp og mikla breidd þannig þetta á að koma hjá okkur."

Það vakti athygli að Hrafnhildur stóð á milli stanganna hjá KR en hún hefur hvorki æft né spilað með liðinu í vetur þar sem hún er í námi erlendis.

„Það kom bara í ljós fyrir nokkrum dögum síðan eða um leið og við vissum að Ingibjörg gæti ekki spilað þá vorum við í sambandi við Hrafnhildi og hún var alveg klár."

Bojana vildi ekki gefa það upp hver myndi standa í markinu í næsta leik en sagði að það gæti vel verið að Ingibjörg eða Birna yrðu klárar fyrir þann leik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner