Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 02. maí 2021 20:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Messi með tvö - Barca jafnaði Real að stigum
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Barcelona er enn með í hinni ótrúlega spennandi titilbaráttu sem er á Spáni þessa stundina.

Lionel Messi átti frábæran leik fyrir Börsunga í 2-3 útisigri gegn Valencia í kvöld. Það gekk erfiðlega fyrir Barcelona að brjóta Valencia á bak aftur og það voru heimamenn sem tóku forystuna á 50. mínútu leiksins. Gabriel Paulista, miðvörður Valencia, skoraði markið.

Barcelona fékk víti stuttu síðar. Messi klikkaði á vítapunktinum en náði að fylgja á eftir. Antoine Griezmann kom Barca svo yfir áður en Messi skoraði fallegt mark beint úr aukaspyrnu.

Carlos Soler náði að minnka muninn fyrir Valencia á 83. mínútu en þeir komust ekki lengra og lokatölur 2-3 fyrir Barcelona.

Barcelona er núna með jafnmörg stig og Real Madrid í öðru sæti, tveimur stigum frá toppnum þegar fjórar umferðir eru eftir. Valencia hefur átt vont tímabil og er í 14. sæti.

Fyrr í kvöld vann Cadiz 1-0 útisigur gegn Granada. Óvænt úrslit en Granada er í áttunda sæti og Cadiz í 12. sæti.

Granada CF 0 - 1 Cadiz
0-1 Ruben Sobrino ('39 )
Rautt spjald: Roberto Soldado, Granada CF ('88)

Valencia 2 - 3 Barcelona
1-0 Gabriel Paulista ('50 )
1-0 Lionel Andres Messi ('57 , Misnotað víti)
1-1 Lionel Andres Messi ('57 )
1-2 Antoine Griezmann ('63 )
1-3 Lionel Andres Messi ('69 )
2-3 Carlos Soler ('83 )

Önnur úrslit í dag:
Spánn: Villarreal lagði Getafe
Athugasemdir
banner
banner
banner