Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. júní 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Matty Longstaff með samningstilboð frá Udinese
Mynd: Getty Images
Matthew er yngri Longstaff bróðirinn og hefur hann skorað tvö mörk í sjö úrvalsdeildarleikjum hjá Newcastle.

Matty er fæddur árið 2000 og rennur samningur hans við Newcastle út eftir tæpan mánuð.

Það eru ýmis félög sem hafa áhuga á honum og greinir Sky Sports frá því að ungstirnið hafi flogið til Udine á Ítalíu fyrir útbreiðslu Covid-19 til að ræða samningsmál.

Udinese er reiðubúið að lofa Matty spiltíma og borga honum 30 þúsund pund á viku. Það er rúmlega tvöfalt hærra en samningstilboð Newcastle.

Marseille og Inter eru einnig sögð áhugasöm en Udinese er eina félagið sem Matty hefur rætt við formlega. Matty fær tæplega 300 pund á viku eins og staðan er í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner