Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 02. júlí 2021 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur mætir Tottenham bönum - „Fáránlegt en samt geggjað"
Úr leik Dinamo Zagreb og Tottenham í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Dinamo Zagreb fór í átta-liða úrslitin.
Úr leik Dinamo Zagreb og Tottenham í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Dinamo Zagreb fór í átta-liða úrslitin.
Mynd: Getty
Valur á erfitt verkefni fyrir höndum.
Valur á erfitt verkefni fyrir höndum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Valur er að fara í gríðarlega erfitt verkefni í Meistaradeildinni þar sem liðið mun mæta Dinamo Zagreb frá Króatíu.

Dinamo Zagreb, fjórfaldir króatískir meistarar, eru andstæðingar Vals.

Valur hefði einnig getað mætt Ferencváros frá Ungverjalandi, Zalgaris frá Litáen og Flora Tallin frá Eistlandi. Dinamo Zagreb var hæstskrifaðasta liðið af þessum fjórum.

Dinamo er gríðaralega sterkt lið sem sló Tottenham úr leik í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð.

Fyrri leikurinn fer fram í Zagreb í næstu viku og sá seinni á Origo vellinum vikuna þar á eftir.

„Ég veit ekki hvað er að frétta. Við fengum erfiðasta liðið sem við gátum dregist á móti," sagði Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals, eftir 2-0 sigur á FH í gær.

Tapi liðið gegn Zagreb fer liðið í Sambandsdeildina, Conference League. Þar mætir Valur liðinu sem tapar í einvígi Bodö/Glimt og Legia Varsjá.

Ljóst er að Val bíður verðugt verkefni í næstu umferð sama hvort liðið fari áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar eða tapi og fari í 2. umferðina í Sambandsdeildinni.

„Þótt við vinnum það (Dinamo Zagreb) þá fengum við líka erfðasta liðið sem við gátum dregist á móti (Omonia). Ef við töpum þá fengum við líka eiginlega erfiðustu liðin sem hægt var að fá. Þetta er eiginlega bara fáránlegt en samt geggjað."

„Það er geggjað að fara og spila á móti svona góðu liði. Svo bara sjáum við hvað gerist, það er allt hægt. Við erum heiðarlegir með það að við reynum að ná jafntefli úti og gerum okkar besta svo hér heima."

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var einnig spurður út í Evrópuleikina sem framundan eru en bæði viðtöl má sjá hér að neðan.
Orri eftir sigur gegn FH: Hefðum unnið 7-0 á okkar degi
Heimir Guðjóns: Ekki mikil liðsheild á bak við það sem þeir gerðu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner