Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 02. júlí 2023 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Lúkas fór aðra leið en foreldrarnir: Stoltur að vera í íslenska landsliðinu
Strákarnir í U19 mættir á lokamótið á Möltu
Icelandair
Lúkas J. Blöndal Petersson.
Lúkas J. Blöndal Petersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas á æfingu með A-landsliðinu.
Lúkas á æfingu með A-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að mæta á svona stórt mót með Íslandi," sagði Lúkas J. Blöndal Petersson, markvörður U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Strákarnir hefja leik í lokakeppni EM á þriðjudaginn er þeir mæta Spánverjum, en mótið fer fram á Möltu.

„Ég held að þetta verði geggjað," sagði Lúkas og bætti við að það hefði verið gaman að hitta strákana aftur, en liðið tryggði sér sætið á mótinu í mars síðastliðnum.

Á leið sinni á mótið þá vann íslenska liðið 1-0 sigur á ríkjandi Evrópumeisturum Englands. „Það var svakalegt. Leikurinn á móti Englandi, að vinna 1-0. Þetta er algjör hápunktur í lífinu mínu. Ég mun aldrei gleyma honum."

Ísland byrjar líklega á erfiðasta prófinu því þeir mæta Spáni í fyrsta leik á þriðjudaginn. Spánn er sigursælasta liðið í sögu EM U19 liða og er af mörgum talið sigurstranglegasta liðið á mótinu í ár.

„Við unnum á móti Englandi og þar bjóst enginn við því. Við erum Ísland og við getum allt," segir Lúkas.

Þetta er mín þjóð
Lúkas er á mála hjá Hoffenheim í Þýskalandi þar sem hann er núna að fara að stíga upp í U23 liðið. Lúkas hefur búið í landinu alla tíð, en foreldrar hans eru Alexander Petersson og Eivor Pála Blöndal. Þau voru bæði í landsliðinu í handbolta. Alexander er algjör goðsögn á Íslandi en hann var stór hluti af handboltalandsliðinu sem vann silfurverðlaun á Ólympíuverðlaunum í Peking árið 2008.

Kom aldrei til greina að fara í handboltann?

„Ég var alltaf í handbolta og fótbolta í Þýskalandi, en svo var meira gaman í fótbolta og það virkaði mjög vel," segir Lúkas en foreldrar voru ekki ósátt þó hann hafi ekki valið handboltann. „Þau eru bara glöð að ég er í einhverjum íþróttum. Þau styðja mig alltaf."

Lúkas getur einnig spilað fyrir Þýskaland og Lettland, en faðir hans er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Það kom hins vegar ekki til greina að spila fyrir aðra þjóð.

„Ég hef verið á æfingum hjá þýska landsliðinu, en ég er bara Íslendingur. Ég er mjög stoltur að vera í íslenska landsliðinu. Ég er bara Íslendingur, það er mín þjóð," sagði Lúkas en hægt er að sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner