Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 02. júlí 2023 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Lúkas fór aðra leið en foreldrarnir: Stoltur að vera í íslenska landsliðinu
Strákarnir í U19 mættir á lokamótið á Möltu
Icelandair
Lúkas J. Blöndal Petersson.
Lúkas J. Blöndal Petersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas á æfingu með A-landsliðinu.
Lúkas á æfingu með A-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að mæta á svona stórt mót með Íslandi," sagði Lúkas J. Blöndal Petersson, markvörður U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Strákarnir hefja leik í lokakeppni EM á þriðjudaginn er þeir mæta Spánverjum, en mótið fer fram á Möltu.

„Ég held að þetta verði geggjað," sagði Lúkas og bætti við að það hefði verið gaman að hitta strákana aftur, en liðið tryggði sér sætið á mótinu í mars síðastliðnum.

Á leið sinni á mótið þá vann íslenska liðið 1-0 sigur á ríkjandi Evrópumeisturum Englands. „Það var svakalegt. Leikurinn á móti Englandi, að vinna 1-0. Þetta er algjör hápunktur í lífinu mínu. Ég mun aldrei gleyma honum."

Ísland byrjar líklega á erfiðasta prófinu því þeir mæta Spáni í fyrsta leik á þriðjudaginn. Spánn er sigursælasta liðið í sögu EM U19 liða og er af mörgum talið sigurstranglegasta liðið á mótinu í ár.

„Við unnum á móti Englandi og þar bjóst enginn við því. Við erum Ísland og við getum allt," segir Lúkas.

Þetta er mín þjóð
Lúkas er á mála hjá Hoffenheim í Þýskalandi þar sem hann er núna að fara að stíga upp í U23 liðið. Lúkas hefur búið í landinu alla tíð, en foreldrar hans eru Alexander Petersson og Eivor Pála Blöndal. Þau voru bæði í landsliðinu í handbolta. Alexander er algjör goðsögn á Íslandi en hann var stór hluti af handboltalandsliðinu sem vann silfurverðlaun á Ólympíuverðlaunum í Peking árið 2008.

Kom aldrei til greina að fara í handboltann?

„Ég var alltaf í handbolta og fótbolta í Þýskalandi, en svo var meira gaman í fótbolta og það virkaði mjög vel," segir Lúkas en foreldrar voru ekki ósátt þó hann hafi ekki valið handboltann. „Þau eru bara glöð að ég er í einhverjum íþróttum. Þau styðja mig alltaf."

Lúkas getur einnig spilað fyrir Þýskaland og Lettland, en faðir hans er fæddur og uppalinn í Lettlandi. Það kom hins vegar ekki til greina að spila fyrir aðra þjóð.

„Ég hef verið á æfingum hjá þýska landsliðinu, en ég er bara Íslendingur. Ég er mjög stoltur að vera í íslenska landsliðinu. Ég er bara Íslendingur, það er mín þjóð," sagði Lúkas en hægt er að sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner