Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 02. ágúst 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Framtíð Ceballos skýrist eftir Manchester: Vill spila 35 leiki
Ceballos á 56 leiki að baki fyrir Real Madrid og 9 fyrir spænska landsliðið. Hann var lykilmaður í afar sigursælu U21 landsliði Spánar frá 2015 til 2019.
Ceballos á 56 leiki að baki fyrir Real Madrid og 9 fyrir spænska landsliðið. Hann var lykilmaður í afar sigursælu U21 landsliði Spánar frá 2015 til 2019.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur áhuga á spænska miðjumanninum Dani Ceballos sem gerði góða hluti á láni hjá félaginu á nýliðnu tímabili.

Ceballos er samningsbundinn Real Madrid en litlar líkur eru á því að hann spili fyrir Spánarmeistarana á næstu leiktíð vegna of lítils spiltíma.

Miðjumaðurinn krefst þess að spila 35 leiki til að vera áfram hjá Real en annars hefur Real Betis mikinn áhuga á honum auk Arsenal.

„Ég er búinn að ræða við Florentino Perez og Jose Sanchez, við munum ákveða framtíð mína eftir City-Madrid leikinn. Ég vill ekki spila minna en 35 leiki," sagði Ceballos.

Ceballos á 24 ára afmæli á föstudaginn, sama dag og Real Madrid heimsækir Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann spilaði 37 leiki fyrir Arsenal á nýliðnu tímabili, þar af 24 í ensku úrvalsdeildinni.

Ceballos er búinn að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Arsenal undir stjórn Mikel Arteta. Hann byrjaði við hlið Granit Xhaka á miðjunni er liðið vann enska bikarinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner