Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 02. október 2022 17:55
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Var bara ekki að finna mörkin
Joey Gibbs
Joey Gibbs
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Það er mikilvægt fyrir okkur að klára þessa fimm leiki af krafti. Það eru auðvitað vonbrigði fyrir okkur að hafa ekki náð inn í topp svo að við viljum gera eins vel og við getum í þessum fimm leikjum og reyna að vinna þá alla.“ Sagði Joey Gibbs hetja Keflavíkur eftir 3-2 sigur þeirra á ÍA fyrr í dag þar sem Gibbs skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu skoti úr aukaspyrnu.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍA

Undanfarin ár hefur verið ansi mikill hiti í leikum Keflavíkur og ÍA og hart barist á vellinum. Gerir það sigurinn ennþá sætari að hann skyldi koma gegn ÍA?

„Í öllum leikjum sem við höfum mætt þeim í hefur verið eitthvað mikið undir annaðhvort hjá okkur eða þeim eins og undanúrslit í bikar, Þetta eru alltaf hörkuleikir en það er ánægjulegast fyrir okkur að vinna heimaleik gegn þeim sem ég held að talsvert síðan að gerðist síðast. Það var okkur ofarlega í huga og ég er ánægður að við tókum stigin þrjú.“

Gibbs sem framan af móti var ekki að finna markaskóna sína hefur verið að bæta í að undanförnu og tekist að skora reglulega að undanförnu og virðist endurnærður eftir að hafa haldið til Ástralíu af persónulegum ástæðum fyrr í sumar.

„Þetta var langur tími án marks og langt síðan ég hef lent í því en ég reyni bara að einbeita mér að mínum leik. Ég var ánægður með allt annað en var bara ekki að finna mörkin sem fyrir framherja eru drifkrafturinn og hvatning. En ég vonaðist alltaf eftir því að skora og komast í gang og það virðist hafa verið að gerast í síðustu leikjum og mér líður vel og finnst ég kraftmeiri. “

Sagði Gibbs en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner