Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 02. október 2022 17:55
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Var bara ekki að finna mörkin
Joey Gibbs
Joey Gibbs
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Það er mikilvægt fyrir okkur að klára þessa fimm leiki af krafti. Það eru auðvitað vonbrigði fyrir okkur að hafa ekki náð inn í topp svo að við viljum gera eins vel og við getum í þessum fimm leikjum og reyna að vinna þá alla.“ Sagði Joey Gibbs hetja Keflavíkur eftir 3-2 sigur þeirra á ÍA fyrr í dag þar sem Gibbs skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu skoti úr aukaspyrnu.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍA

Undanfarin ár hefur verið ansi mikill hiti í leikum Keflavíkur og ÍA og hart barist á vellinum. Gerir það sigurinn ennþá sætari að hann skyldi koma gegn ÍA?

„Í öllum leikjum sem við höfum mætt þeim í hefur verið eitthvað mikið undir annaðhvort hjá okkur eða þeim eins og undanúrslit í bikar, Þetta eru alltaf hörkuleikir en það er ánægjulegast fyrir okkur að vinna heimaleik gegn þeim sem ég held að talsvert síðan að gerðist síðast. Það var okkur ofarlega í huga og ég er ánægður að við tókum stigin þrjú.“

Gibbs sem framan af móti var ekki að finna markaskóna sína hefur verið að bæta í að undanförnu og tekist að skora reglulega að undanförnu og virðist endurnærður eftir að hafa haldið til Ástralíu af persónulegum ástæðum fyrr í sumar.

„Þetta var langur tími án marks og langt síðan ég hef lent í því en ég reyni bara að einbeita mér að mínum leik. Ég var ánægður með allt annað en var bara ekki að finna mörkin sem fyrir framherja eru drifkrafturinn og hvatning. En ég vonaðist alltaf eftir því að skora og komast í gang og það virðist hafa verið að gerast í síðustu leikjum og mér líður vel og finnst ég kraftmeiri. “

Sagði Gibbs en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner