Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   sun 02. október 2022 17:55
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Var bara ekki að finna mörkin
Joey Gibbs
Joey Gibbs
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Það er mikilvægt fyrir okkur að klára þessa fimm leiki af krafti. Það eru auðvitað vonbrigði fyrir okkur að hafa ekki náð inn í topp svo að við viljum gera eins vel og við getum í þessum fimm leikjum og reyna að vinna þá alla.“ Sagði Joey Gibbs hetja Keflavíkur eftir 3-2 sigur þeirra á ÍA fyrr í dag þar sem Gibbs skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu skoti úr aukaspyrnu.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍA

Undanfarin ár hefur verið ansi mikill hiti í leikum Keflavíkur og ÍA og hart barist á vellinum. Gerir það sigurinn ennþá sætari að hann skyldi koma gegn ÍA?

„Í öllum leikjum sem við höfum mætt þeim í hefur verið eitthvað mikið undir annaðhvort hjá okkur eða þeim eins og undanúrslit í bikar, Þetta eru alltaf hörkuleikir en það er ánægjulegast fyrir okkur að vinna heimaleik gegn þeim sem ég held að talsvert síðan að gerðist síðast. Það var okkur ofarlega í huga og ég er ánægður að við tókum stigin þrjú.“

Gibbs sem framan af móti var ekki að finna markaskóna sína hefur verið að bæta í að undanförnu og tekist að skora reglulega að undanförnu og virðist endurnærður eftir að hafa haldið til Ástralíu af persónulegum ástæðum fyrr í sumar.

„Þetta var langur tími án marks og langt síðan ég hef lent í því en ég reyni bara að einbeita mér að mínum leik. Ég var ánægður með allt annað en var bara ekki að finna mörkin sem fyrir framherja eru drifkrafturinn og hvatning. En ég vonaðist alltaf eftir því að skora og komast í gang og það virðist hafa verið að gerast í síðustu leikjum og mér líður vel og finnst ég kraftmeiri. “

Sagði Gibbs en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner