Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   sun 02. október 2022 17:55
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Var bara ekki að finna mörkin
Joey Gibbs
Joey Gibbs
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Það er mikilvægt fyrir okkur að klára þessa fimm leiki af krafti. Það eru auðvitað vonbrigði fyrir okkur að hafa ekki náð inn í topp svo að við viljum gera eins vel og við getum í þessum fimm leikjum og reyna að vinna þá alla.“ Sagði Joey Gibbs hetja Keflavíkur eftir 3-2 sigur þeirra á ÍA fyrr í dag þar sem Gibbs skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu skoti úr aukaspyrnu.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍA

Undanfarin ár hefur verið ansi mikill hiti í leikum Keflavíkur og ÍA og hart barist á vellinum. Gerir það sigurinn ennþá sætari að hann skyldi koma gegn ÍA?

„Í öllum leikjum sem við höfum mætt þeim í hefur verið eitthvað mikið undir annaðhvort hjá okkur eða þeim eins og undanúrslit í bikar, Þetta eru alltaf hörkuleikir en það er ánægjulegast fyrir okkur að vinna heimaleik gegn þeim sem ég held að talsvert síðan að gerðist síðast. Það var okkur ofarlega í huga og ég er ánægður að við tókum stigin þrjú.“

Gibbs sem framan af móti var ekki að finna markaskóna sína hefur verið að bæta í að undanförnu og tekist að skora reglulega að undanförnu og virðist endurnærður eftir að hafa haldið til Ástralíu af persónulegum ástæðum fyrr í sumar.

„Þetta var langur tími án marks og langt síðan ég hef lent í því en ég reyni bara að einbeita mér að mínum leik. Ég var ánægður með allt annað en var bara ekki að finna mörkin sem fyrir framherja eru drifkrafturinn og hvatning. En ég vonaðist alltaf eftir því að skora og komast í gang og það virðist hafa verið að gerast í síðustu leikjum og mér líður vel og finnst ég kraftmeiri. “

Sagði Gibbs en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner