Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   mán 02. október 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ákærður fyrir að sýna mynd af Bradley Lowery
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Bræðurnir Dale og Drew Houghton mættu á völlinn þegar Sheffield Wednesday tapaði á heimavelli gegn Sunderland í Championship deildinni á föstudagskvöldið.

Þeir voru ekki sáttir með gang mála í tapinu og ákváðu að svara söngvum stuðningsmanna gestaliðs Sunderland með því að ögra þeim.

   01.10.2023 11:20
Tveir stuðningsmenn Sheffield Wednesday handteknir - „Leyfum lögreglunni að eiga við þessi skítseiði“


Dale fann mynd af Bradley Lowery, sex ára gömlum stuðningsmanni Sunderland sem vann hug og hjörtu borgarinnar áður en hann lést árið 2017 eftir hetjulega baráttu við krabbamein, á veraldarvefnum og stækkaði hana í símanum sínum.

Þegar myndavél vallarins beindist að þeim bræðrunum ákvað Dale að sýna áhorfendum myndina sem hann hafði fundið á vefnum og hlógu bræðurnir ósmekklega og bentu á símann. Þeir voru handteknir í kjölfarið og látnir sitja í gæsluvarðhaldi yfir nóttu.

Dale er eldri bróðirinn. Hann er 31 árs gamall og hefur verið kærður fyrir óspektir á almannafæri með þeim tilgangi að áreita og valda vanlíðan. Yngri bróðirinn Drew, 27 ára, sleppur við ákæru.

Dale mætir fyrir dóm í dag og verður eflaust látinn borga væna sekt og dæmdur í bann frá fótboltaleikjum næstu árin. Óljóst er hvort Drew verði einnig settur í bann frá því að mæta á völlinn.

Eftir atvikið ákváðu stuðningsmenn Sheffield Wednesday að taka höndum saman til að senda jákvæð skilaboð til Sunderland. Stuðningsmenn Sheffield sendu peninga til baráttusamtaka gegn krabbameini sem voru sett upp í nafni Bradley Lowery.

Bradley Lowery samtökin gáfu út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þau þökkuðu fyrir ástina frá Sheffield.
Athugasemdir
banner