mið 02. desember 2020 10:34
Elvar Geir Magnússon
Tekur Pochettino við Real Madrid?
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, er orðaður við stjórastólinn hjá Real Madrid en staða Zinedine Zidane er talin í hættu.

Real Madrid tapaði 2-0 gegn Shaktar Donetsk í Meistaradeildinni í gær og hætta á að spænska stórliðið falli í Evrópudeildina.

Um síðustu helgi tapaði Real Madrid fyrir Alaves í La Liga og er í fjórða sæti, sjö stigum á eftir Real Sociedad.

Marca telur að Zidane fái fjóra leiki til að bjarga starfinu. Framundan er Madrídarslagur gegn Atletico og El Clasico gegn Barcelona. Þá mun Real mæta Sevilla og Borussia Mönchengladbach í Meistaradeildinni.

„Ég mun ekki segja af mér," sagði Zidane eftir tapið í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner