Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 03. mars 2024 11:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nottingham Forest brjálað yfir sigurmarki Liverpool
Darwin Nunez fagnar sigurmarkinu
Darwin Nunez fagnar sigurmarkinu
Mynd: EPA
Mark Clattenburg
Mark Clattenburg
Mynd: Getty Images

Leikmenn og starfslið Nottingham Forest voru allt annað en sáttir með sigurmark Darwin Nunez í tapi liðsins gegn Liverpool í gær.


Nunez kom inn af bekknum og skoraði sigurmarkið nánast með síðustu snertingunni í leiknum.

Í aðdragandanum stoppaði Paul Tierney dómari leikinn þar sem Ibrahima Konate fékk höfuðhögg. Forest var með boltann á þeim tímapunkti og í staðinn fyrir að láta Liverpool gefa boltann til baka á Forest fékk Liverpool að halda boltanum.

Mark Clattenburg hefur verið ráðinn milliliður milli Forest og dómara og hann gagnrýndi ákvörðun Tierney, þá fékk aðstoðarmaður Nuno Espirito Santo rautt spjald fyrir að mótmæla þegar búið var að flauta til leiksloka.

„Ef dómarinn stoppar leikinn útaf höfuðmeiðslum hefur hann fullan rétt á því. Hins vegar fékk liðið aftur boltann en Forest var klárlega með boltann áður. Hann gerði það sama í fyrri hálfleik en það var öðruvísi. Boltinn var nær teignum en Nottingham Forest var nær hornfánanum. Forest átti að fá boltann aftur en í staðinn fékk Liverpool boltann og skoraði uppúr því," sagði Clattenburg.

Margir hafa bent á að Clattenburg hafi rangt fyrir sér að einhverju leiti þar sem leikmenn Nottingham Forest hefðu mörg tækifæri til að koma í veg fyrir markið.

„Ég get skilið pirring Forest en Clattenburg hefur rangt fyrir sér að segja að Liverpool farið í sókn og skorað upp úr þessu. Þetta tók um tvær mínútur og Forest fékk 2-3 tækifæri til að koma í veg fyrir markið," sagði Ian Dennis lýsandi á BBC.


Athugasemdir
banner
banner
banner