mið 03. júní 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Yerry Mina missir af næstu leikjum
Mynd: Getty Images
Kólumbíski varnarmaðurinn Yerry Mina er annar leikmaður Everton sem meiðist eftir að úrvalsdeildarlið byrjuðu að æfa aftur eftir Covid-19 pásuna.

Miðjumaðurinn Jean-Philippe Gbamin skaddaði hásin á dögunum og verður frá út árið. Mina skaddaði hins vegar vöðva í læri á æfingu fyrir helgi.

Búist er við að Mina verði frá í minnst sex vikur og missir því meðal annars af fjandslagnum gegn Liverpool 20. júní og leikjum gegn Leicester og Tottenham.

Mina er 25 ára gamall og hefur byrjað í 23 af 29 deildarleikjum Everton á leiktíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner