Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 16:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Barcelona Evrópumeistari eftir ótrúlega endurkomu
watermark
Mynd: EPA

Barcelona W 3 - 2 Wolfsburg W
0-1 Ewa Pajor ('3 )
0-2 Alexandra Popp ('37 )
1-2 Patricia Guijarro ('48 )
2-2 Patricia Guijarro ('50 )
3-2 Fridolina Rolfo ('70 )


Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg þegar liðið mætti Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar í dag.

Útlitið var ansi bjart fyrir Wolfburg í hálfleik þar sem liðið var með 2-0 forystu. Það var hins vegar fljótt að breytast í seinni hálfleik.

Barcelona minnkaði muninn strax í upphafi og eftir 5 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin 2-2.

Það versnaði enn frekar fyrir Wolfsburg eftir 70. mínútna leik þegar Barcelona fullkomnaði endurkomuna og komst yfir.


Athugasemdir
banner