Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   þri 03. október 2023 23:39
Ívan Guðjón Baldursson
Sveindís missir líklegast af næstu landsleikjum
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir staðfesti í samtali við 433.is í dag að hún gæti verið frá keppni í sex til átta vikur vegna meiðsla sem hún varð fyrir í miðjum septembermánuði.

Sveindísar var sárt saknað í 4-0 tapi gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni á dögunum en hún er með rifu í hnéskeljarsin.

Sveindís spilaði síðast fyrir þýska stórveldið Wolfsburg og skoraði þriðja mark liðsins í sigri gegn Bayer Leverkusen 17. september. Hún hefur ekki spilað keppnisleik síðan þá og gæti núna verið frá keppni allt fram að desember.

Það er því verulega ólíklegt að Sveindís verði orðin klár í slaginn fyrir næstu leiki Íslands í Þjóðadeildinni, sem eru gífurlega erfiðir heimaleikir gegn Danmörku og Þýskalandi.

   22.09.2023 21:42
Bryndís Arna kemur inn fyrir Sveindísi - „Eðlilega er hún kölluð inn"

Athugasemdir
banner
banner
banner