Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. desember 2019 12:32
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mbl.is 
Svikahrappur fékk samning í Danmörku - Sást fljótt að það var eitthvað gruggugt
Bernio Ver­hagen þegar hann var kynntur hjá Viborg.
Bernio Ver­hagen þegar hann var kynntur hjá Viborg.
Mynd: Viborg
Danskir fjölmiðlar fjalla um ansi sérstakt mál en svikahrappurinn Bernio Ver­hagen krækti sér í samning hjá danska félaginu Viborg.

Með fölsuðum tölvupóstum sem voru í nafni Stellar Group umboðsskrifstofunnar fékk Verhagen samning hjá Viborg en ferilskrá hans var uppspuni.

Í póstunum var sagt að Verhagen yrði líklega seldur til Kína fyrir háar fjárhæðir og þar mátti finna fölsuð meðmæli frá Marc Overmars og fleirum.

Mbl.is fjallar um málið og er með viðtal við landsliðsmarkvörðinn Ingvar Jónsson, leikmann Viborg.

„Það var nóg að sjá hann á einni æf­ingu. Það sást fljót­lega á æf­ing­unni að það var eitt­hvað grugg­ugt við þetta því leikmaður­inn var mjög slak­ur," sagði Ingvar og tók und­ir að málið væri búið að vera vand­ræðal­egt fyr­ir Vi­borg.

Verhagen hefur verið dæmdur í gæsluvarðhald til 16. des­em­ber en hann hefur verið ákærður fyrir svindl og þá hefur dönsk fyrr­ver­andi kær­asta hans stigið fram í dönsk­um fjöl­miðlum og sagt frá of­beld­is­fullri fram­komu hans.
Athugasemdir
banner
banner