Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 15:47
Brynjar Ingi Erluson
Tómas Bent kynntur hjá Hearts - „Hlakka til að vinna með honum“
Tómas er mættur til Skotlands
Tómas er mættur til Skotlands
Mynd: Hearts
Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon var kynntur hjá skoska félaginu Hearts í dag en hann kemur til félagsins frá Val og gerir þriggja ára samning.

Tómas er 22 ára gamall miðjumaður sem gekk í raðir Vals frá ÍBV fyrir tímabilið.

Hann var ekki lengi að finna taktinn með Val og spilaði lykilhlutverk áður en félagið samþykkti að selja hann til Hearts.

Valur staðfesti söluna fyrr í dag og var hann síðan kynntur hjá Hearts fyrir skömmu. Samningurinn er til þriggja ára.

Hearts mun spila fyrsta leik sinn í deildinni í kvöld og verður Tómas væntanlega kynntur fyrir stuðningsmönnum á Tynecastle-leikvanginum í Edinborg.

„Ég er ánægður að hafa landað Tómasi fyrir leik kvöldsins. Hann mun færa okkur nærveru á miðsvæðið, með hæð sinni og íþróttamennsku. Hann er kvikur leikmaður sem getur varist og sótt til jafns.“

„Ég hlakka til að vinna með honum á næstu vikum og mánuðum,“
sagði Derek McInnes, stjóri Hearts, á heimasíðu félagsins.


Athugasemdir
banner