Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 16:45
Brynjar Ingi Erluson
„Ákvörðunin er okkar“
Mynd: EPA
Antonio Percassi, framkvæmdastjóri Atalanta, hefur útskýrt ástæðu þess að félagið hafnaði 45 milljóna evra tilboði Inter í nígeríska sóknarmanninn Ademola Lookman um helgina.

Lookman er æfur yfir því að tilboðinu var hafnað en hann gerði heiðursmannasamkomulag við stjórn Atalanta á síðasta ári um að ef það kæmi sanngjarnt tilboð þá myndi félagið samþykkja það.

Hann lagði fram beiðni um sölu og hefur Percassi staðfest samkomulagið, en bætti þó við að það voru ákveðin skilyrði fyrir söllunni.

„Fyrir ári síðan gerðum við samkomulag við Lookman eftir að við höfnuðum 20 milljóna evra tilboði frá PSG. Við sögðum honum að við værum til í að leyfa honum að fara árið 2025 ef það kæmi tilboð frá stóru félagi og ekki frá Ítalíu. Núna er staðan önnur og eins og alltaf er ákvörðunin okkar,“ sagði Percassi.

Lookman er 27 ára gamall og spilað með Atalanta frá 2022. Hann skoraði þrennu er Atalanta vann Evrópudeildina á síðasta ári og samtals gert 52 mörk í 117 leikjum í öllum keppnum fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner