Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 15:30
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk: Getum ekki ímyndað okkur sársauka fjölskyldunnar
Virgil van Dijk og Diogo Jota
Virgil van Dijk og Diogo Jota
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool á Englandi, telur mikilvægt að félagið haldi minningu Diogo Jota á lofti um ókomna tíð og að vel sé hlúið að fjölskyldu leikmannsins.

Jota lést í hræðilegu bílslysi á Spáni fyrir mánuði síðan er hann var á ferð með Andre, bróður sínum.

Liverpool-samfélagið lamaðist. Það missti ekki bara frábæran markaskorara og leikmann, heldur líka einstaka persónu. Van Dijk talaði við heimasíðu Liverpool um Jota, hvernig sé best að heiðra minningu hans og það allra mikilvægasta sem er að líta eftir fjölskyldu Jota sem missti tvo fjölskyldumeðlimi.

„Þetta hafa verið átakanlegir tímar. Fyrst og fremst fyrir fjölsklydu Diogo og Andre, Rute og börnin. Þetta er fólkið sem þarf að huga að í öllu þessu. Við megum aldrei gleyma því og getum við ekki ímyndað okkur sársaukann sem þau eru að upplifa á þessu augnabliki.“

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá er þetta enn svo súrrealískt, en við erum að reyna að þrauka eins vel og við getum, og á sama tíma að reyna gera það sem sem við getum til að komast í gegnum erfiða tíma. Það hefur verið sérkennilegt að halda áfram að vinna, spila fótbolta eftir allt sem hefur gerst, en við munum aldrei gleyma Diogo. Núna verðum við að heiðra minningu hans og það er það sem við vinnum að á hverjum degi. Félagið hefur sýnt mikinn stuðning í öllu og verið okkur öllum afar mikilvægt. Þið hafið séð áform félagsins um hvernig sé best að heiðra hann og tel ég það hafa meðhöndlað þetta á besta mátann.“

„Ég hef alltaf farið beint að því að við þurfum að líta eftir fjölskyldu Diogo og foreldrum hans. Það er aðalmálið. Maður hugsar um svo marga ólíka hluti og það er erfitt að vinna úr þessu. Það er ekki hægt að ímynda sér sársaukann eða þá tilfinningu sem þau finna. Þess vegna reynum við að vera eins mikið til staðar og mögulegt er, og á sama líka vera þarna fyrir hvor annan.“

„Þess vegna er svo mikilvægt að við höldum minningu hans og arfleifð á lofti, ekki bara núna heldur næstu mánuði og bara eins lengi og við getum, því það er nákvæmlega það sem hann á skilið. Augljóslega vitum við að við verðum minntir á hann í leikjum og á öðrum leikvöngum sem við heimsækjum. Við höfum fengið að sjá það á undirbúningstímabilinu því þetta er bara nýskeð. Þannig í dag munum við heiðra hann, njóta leikjanna og gera þetta saman,“
sagði Van Dijk við heimasíðu Liverpool.

Liverpool mun heiðra minningu Jota þegar liðið mætir Athletic Bilbao í tveimur vináttuleikjum á Anfield í kvöld. Fyrri leikurinn er spilaður klukkan 16:00 og seinni klukkan 19:00.
Athugasemdir
banner