Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. september 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
John Barnes öskuillur út í Sancho
John Barnes
John Barnes
Mynd: Getty Images
John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, er allt annað en sáttur með ummæli Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund.

Það hefur mikið verið rætt kynþáttafordómar stuðningsmanna Cagliari í garð Romelu Lukaku hjá Inter en þeir buðu þar upp á látbrögð og söngva til að klekkja á honum.

Knattspyrnumenn um allan heim komu Lukaku til varnar og hafa kallað eftir viðbrögðum til að eyða rasisma úr íþróttinni en Jadon Sancho, sem leikur með Borussia Dortmund, sagði að líklega myndi hann hætta að elska fótbolta og leggja skóna á hilluna ef ekkert róttækt verður gert.

John Barnes,sem lék með Liverpool og enska landsliðinu, er nú sparkspekingur, hraunaði yfir Sancho og yfirlýsingu hans.

„Jadon sagði að hann myndi hætta að elska fótbolta og hætta alveg í boltanum. Leyfið honum að gera það og fara í raunveruleikann sem ungur svartur maður með enga menntun og án fótbolta," sagði Barnes.

„Þá mun hann sjá hvernig það er að verða fyrir kynþáttafordómum og hvað mismunun er í raun og veru. Ég heyrði að Sancho væri ný búinn að skrifa undir þægilegan samning og nú er hann tilbúinn að gefa það frá sér því hann hættir að elska fótbolta? Ég efast það," sagði Barnes reiður.
Athugasemdir
banner
banner