Freyr Alexandersson stýrir norska liðinu Brann en félög í öðrum deildum hafa sýnt áhuga á að ráða hann til starfa. Í viðtali við norska fjölmiðla segist Freyr hafa fengið nokkrar fyrirspurnir en hafnað þeim öllum.
Meðal annars hefur félag í bandarísku MLS-deildinni viljað fá Frey til starfa, samkvæmt frétt VG. Félagið er ekki nafngreint og sjálfur vill Freyr ekki staðfesta hvaða félag er á ferðinni.
Meðal annars hefur félag í bandarísku MLS-deildinni viljað fá Frey til starfa, samkvæmt frétt VG. Félagið er ekki nafngreint og sjálfur vill Freyr ekki staðfesta hvaða félag er á ferðinni.
Columbus Crew varð nýlega stjóralaust eftir að Wilfried Nancy tók við skoska stórliðinu Celtic. Það er þó ekki eina MLS-félagið sem er í stjóraleit.
Freyr segir að ekkert sé í gangi í sínum málum, hann sé ánægður hjá Brann og þar er mikil ánægja með hans störf. Liðið hafnaði í fjórða sæti norsku deildarinnar og hefur gert frábæra hluti í Evrópudeildinni.
Athugasemdir


