Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 05. apríl 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Árni Marinó Einarsson (ÍA)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skarphéðinn Magnússon fær 'shout-out'
Skarphéðinn Magnússon fær 'shout-out'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snæ aftur í gult segir Árni.
Ísak Snæ aftur í gult segir Árni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dino Hodzic studdi við bakið á Árna í fyrra.
Dino Hodzic studdi við bakið á Árna í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ben Foster er alltaf klár í að svara spurningum.
Ben Foster er alltaf klár í að svara spurningum.
Mynd: Getty Images
Eyþór Wöhler
Eyþór Wöhler
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Árni Marinó er markvörður sem steig sín fyrstu skref með ÍA á síðasta tímabili. Hann kom inn í liðið þegar mótið var tæplega hálfnað og hjálpaði því að halda sæti sínu í deildinni og að komast í bikarúrslit. Hann lék alls þrettán deildarleiki og fimm bikarleiki.

Fyrir tímabilið í fyrra hafði hann einugis leikið fimm keppnisleiki með meistaraflokki, fimm leiki með Skallagrími sumarið 2020. Í yngri flokkum lék hann með ÍA/Skallagrími og Aftureldingu. Árni æfði með U21 landsliðinu í vetur og framlengdi samning sinn við ÍA út tímabilið 2023.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 10. sæti: ÍA
„Fullkomið dæmi um hvernig við viljum hafa uppbyggingu á okkar hópi"

Fullt nafn: Árni Marinó Einarsson.

Gælunafn: Oftast bara kallaður Árni eða Marinó.

Aldur: 20 ára.

Hjúskaparstaða: Einhleypur.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Sumarið 2020 með Skallagrími á móti KÁ. Lokatölur voru 2-2.

Uppáhalds drykkur: Vatn.

Uppáhalds matsölustaður: Gamla Kaupfélagið.

Hvernig bíl áttu: Ek um á bílnum hennar mömmu ;)

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Ekkert í uppáhaldi um þessar mundir en var mikill Castle aðdáandi hér á árum áður.

Uppáhalds tónlistarmaður: Enginn sérstakur í uppáhaldi.

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football.

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr. sá er fyndinn.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Pöntun móttekin“ frá Saffran.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég held öllum dyrum opnum.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Steven Lennon.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jói Kalli, Siggi Jóns og Skarphéðinn Magnússon.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ég læt aðra leikmenn ekki slá mig út af laginu.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Gareth Bale og Dimitar Berbatov.

Sætasti sigurinn: Lokaleikur síðasta tímabils á móti Keflavík þegar við björguðum okkur frá falli var ansi sætur.

Mestu vonbrigðin: Tapið í bikarúrslitunum í fyrra.

Uppáhalds lið í enska: Tottenham.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tæki Ísak Snæ til baka.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann er soldið efnilegur.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Þegar stórt er spurt þá er fátt um svör.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: þær eru margar flottar.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldo.

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Ætli það sé ekki hann Eyþór Wöhler.

Uppáhalds staður á Íslandi: Skaftártungan.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Vantaði markmann í C-liðið í 3.flokki þegar ég var í Aftureldingu þannig ég fór í markið, átti hörku leik og hef ekki litið til baka síðan.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Sparka alltaf í slána áður en fyrri- og seinni hálfleikur byrjar.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með handboltalandsliðinu á stórmótum, heimsmeistaramótinu í pílu og heimsleikunum í crossfit.

Í hvernig markmannshönskum spilar þú: Nota einungis Rinat markmannshanska, enda þeir bestu. Hvet alla markmenn til þess að prófa þá og nota afsláttarkóðann: arnimarino á www.rinat.is

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nota enga eina sértaka týpu af fótboltaskóm. Á Nike, Adidas og Puma skó.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Þótti ekki mjög öflugur í sundi né dansi.

Vandræðalegasta augnablik: Dettur ekkert í hug :/

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki markmennina í hópnum. Við yrðum enga stund að koma okkur í burtu af þessari eyju!

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Get farið í splitt.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Kom mér á óvart hversu vel Dino tók því þegar ég kom inn í liðið á hans kostnað og var hann minn helsti stuðningsmaður. Algjört toppeintak!

Hverju laugstu síðast: Það borgar sig að vera heiðarlegur.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Uppspil og færslur.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi fá einhver góð ráð frá Ben Foster.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner