Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   mið 05. maí 2021 22:06
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð: Ákváðum að láta þær liggja í grasinu frekar en okkur
Kvenaboltinn
Alfreð Elías Jóhannson þjálfari Selfoss
Alfreð Elías Jóhannson þjálfari Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Klárlega vorleikur alveg hárrétt og ótrúlega lukkulegur að vera með 3 stig í poka heim á móti góðu Keflavíkur liði.“
Voru fyrstu orð Alfreðs Elíasar Jóhannssonar þjálfara Selfoss í viðtali við fréttaritara eftir 0-3 útisigur á liði Keflavíkur suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Selfoss

Eftir rólegar upphafsmínútur í fyrri hálfleik tók lið Selfoss hægt og rólega frumkvæðið í leiknum og virtust sem þær væru hreinlega grimmari en heimakonur í Keflavík og uppskáru meðal annars mark rétt áður en flautað var til hálfleiks.

„Já ég held að ég geti bara verið sammála því. Ég er búinn að spila við Keflavík í vetur og það hefur alltaf verið þeirra stíll að vera dálítið aggressívar, fastar fyrir og við ákváðum það að matcha þær, að láta þær liggja í grasinu frekar en okkur og það tókst bara mjög vel. “

Fyrir leiktímabilið í fyrra talaði Alfreð um það að liðið ætlaði sér að vera með í baráttunni um titilinn. Þær vonir fóru fljótt það sumarið eftir tap í fyrsta leik. Nú ert staðan önnur og Selfoss komið með 3 stig eftir fyrstu umferð.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn fyrsta leik með Selfoss eftir að ég tek við þannig að ég er mjög lukkulegur með það.“

Alfreð var að lokum spurður út í Hólmfríði Magnúsdóttur sem átti góðan leik í dag um hvort hún myndi ekki styrkja hvert einasta lið í þessari deild?„Já og það góða við það er að hún er Selfyssingur.“ Og bætti svo við aðspurður hvort hann hefði þurft að suða mikið í henni að hætta við að hætta? „Nei það er það góða við það. Völlurinn er svo grænn á Selfossi og þegar hann fer að grænka þá er Fríða klár.“

Sagði Alfreð en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner