Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 05. maí 2021 22:06
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð: Ákváðum að láta þær liggja í grasinu frekar en okkur
Kvenaboltinn
Alfreð Elías Jóhannson þjálfari Selfoss
Alfreð Elías Jóhannson þjálfari Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Klárlega vorleikur alveg hárrétt og ótrúlega lukkulegur að vera með 3 stig í poka heim á móti góðu Keflavíkur liði.“
Voru fyrstu orð Alfreðs Elíasar Jóhannssonar þjálfara Selfoss í viðtali við fréttaritara eftir 0-3 útisigur á liði Keflavíkur suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Selfoss

Eftir rólegar upphafsmínútur í fyrri hálfleik tók lið Selfoss hægt og rólega frumkvæðið í leiknum og virtust sem þær væru hreinlega grimmari en heimakonur í Keflavík og uppskáru meðal annars mark rétt áður en flautað var til hálfleiks.

„Já ég held að ég geti bara verið sammála því. Ég er búinn að spila við Keflavík í vetur og það hefur alltaf verið þeirra stíll að vera dálítið aggressívar, fastar fyrir og við ákváðum það að matcha þær, að láta þær liggja í grasinu frekar en okkur og það tókst bara mjög vel. “

Fyrir leiktímabilið í fyrra talaði Alfreð um það að liðið ætlaði sér að vera með í baráttunni um titilinn. Þær vonir fóru fljótt það sumarið eftir tap í fyrsta leik. Nú ert staðan önnur og Selfoss komið með 3 stig eftir fyrstu umferð.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn fyrsta leik með Selfoss eftir að ég tek við þannig að ég er mjög lukkulegur með það.“

Alfreð var að lokum spurður út í Hólmfríði Magnúsdóttur sem átti góðan leik í dag um hvort hún myndi ekki styrkja hvert einasta lið í þessari deild?„Já og það góða við það er að hún er Selfyssingur.“ Og bætti svo við aðspurður hvort hann hefði þurft að suða mikið í henni að hætta við að hætta? „Nei það er það góða við það. Völlurinn er svo grænn á Selfossi og þegar hann fer að grænka þá er Fríða klár.“

Sagði Alfreð en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner