Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mið 05. maí 2021 22:06
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð: Ákváðum að láta þær liggja í grasinu frekar en okkur
Kvenaboltinn
Alfreð Elías Jóhannson þjálfari Selfoss
Alfreð Elías Jóhannson þjálfari Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Klárlega vorleikur alveg hárrétt og ótrúlega lukkulegur að vera með 3 stig í poka heim á móti góðu Keflavíkur liði.“
Voru fyrstu orð Alfreðs Elíasar Jóhannssonar þjálfara Selfoss í viðtali við fréttaritara eftir 0-3 útisigur á liði Keflavíkur suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Selfoss

Eftir rólegar upphafsmínútur í fyrri hálfleik tók lið Selfoss hægt og rólega frumkvæðið í leiknum og virtust sem þær væru hreinlega grimmari en heimakonur í Keflavík og uppskáru meðal annars mark rétt áður en flautað var til hálfleiks.

„Já ég held að ég geti bara verið sammála því. Ég er búinn að spila við Keflavík í vetur og það hefur alltaf verið þeirra stíll að vera dálítið aggressívar, fastar fyrir og við ákváðum það að matcha þær, að láta þær liggja í grasinu frekar en okkur og það tókst bara mjög vel. “

Fyrir leiktímabilið í fyrra talaði Alfreð um það að liðið ætlaði sér að vera með í baráttunni um titilinn. Þær vonir fóru fljótt það sumarið eftir tap í fyrsta leik. Nú ert staðan önnur og Selfoss komið með 3 stig eftir fyrstu umferð.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn fyrsta leik með Selfoss eftir að ég tek við þannig að ég er mjög lukkulegur með það.“

Alfreð var að lokum spurður út í Hólmfríði Magnúsdóttur sem átti góðan leik í dag um hvort hún myndi ekki styrkja hvert einasta lið í þessari deild?„Já og það góða við það er að hún er Selfyssingur.“ Og bætti svo við aðspurður hvort hann hefði þurft að suða mikið í henni að hætta við að hætta? „Nei það er það góða við það. Völlurinn er svo grænn á Selfossi og þegar hann fer að grænka þá er Fríða klár.“

Sagði Alfreð en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner