Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mán 05. júní 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Benzema búinn að skrifa undir hjá Al-Ittihad
Karim Benzema hefur skrifað undir hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.
Karim Benzema hefur skrifað undir hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.
Mynd: EPA
Karim Benzema hefur skrifað undir hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu en Guardian greinir frá þessu. Um er að ræða tveggja ára samning með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar.

Benzema fer til félagsins á frjálsri sölu en hann nýtti sér ekki ákvæði um framlengingu við Real Madrid um eitt ár.

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid segir að félagið virði ákvörðun hans þó hann sé ekki ánægður með að missa þennan frábæra sóknarmann.

Al-Ittihad skákaði Cristiano Ronaldo og félögum í Al-Nassr í baráttunni um meistaratitilinn í Sádi-Arabíu í síðasta mánuði.

Sádarnir vilja einnig frá Lionel Messi í deildina sína og hann er með samningstilboð frá Al-Hilal.

Benzema er handhafi Ballon d’Or winner en hann vann 25 stóra bikara með Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner