
Franska úrvalsdeildarfélagið Lille hefur greint frá því að Hákon Arnar Haraldsson verði frá næstu þrjá mánuðina.
Hann spilar því ólíklega meira á þessu ári og kemur því ekkert við sögu í Þjóðadeildinni með Íslandi. Er það mikið högg fyrir landsliðið þar sem Hákon Arnar er algjör lykilmaður.
Hann spilar því ólíklega meira á þessu ári og kemur því ekkert við sögu í Þjóðadeildinni með Íslandi. Er það mikið högg fyrir landsliðið þar sem Hákon Arnar er algjör lykilmaður.
Samkvæmt yfirlýsingu Lille, þá er Hákon Arnar með brotið bein í fæti.
Lille segist ætla að skoða það að fá inn leikmann í stað Hákonar en óljóst er hvort það takist þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður.
Lille er í Meistaradeildinni og missir Hákon meðal annars af leik gegn Real Madrid.
Athugasemdir