Þorsteinn Halldórsson (Breiðablik)

Heimavöllurinn birti í dag uppgjörsþátt fyrir Pepsi Max-deild kvenna í ár og þar voru ýmsar verðlaunaafhendingar.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var valinn þjálfari ársins en hann stýrði liðinu til sigurs í Pepsi Max-deildinni í ár.
„Þetta var engin spurning," sagði Hulda Mýrdal um valið.
Þorsteinn hefur gert frábæra hluti með Breiðablik undanfarin ár en liðið endurheimti Íslandsmeistaratitilinn í ár eftir að hafa tapað gegn Val í baráttunni í fyrra.
Þorsteinn stýrði Breiðabliki fyrst sumarið 2015 en síðan þá hefur liðið orðið þrisvar Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari. Breiðablik var einnig komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins í ár áður en keppni var hætt.
Hér að neðan má hlusta á Heimavöllinn.
Sjá einnig:
Lið ársins 2020
Efnilegust 2020: Hvert fer hún í framtíðinni?
Athugasemdir