Daníel Tristan Guðjohnsen var í byrjunarliði Malmö sem spilaði æfingaleik við RFS frá Riga í dag.
Daníel Tristan spilaði fyrstu 64 mínúturnar áður en honum var skipt af velli og urðu lokatölur 0-1 fyrir Malmö, þar sem sigurmarkið kom á 82. mínútu.
Daníel Tristan er 18 ára gamall og hefur komið við sögu í tveimur af síðustu fjórum keppnisleikjum Malmö.
Í norska boltanum var Anton Logi Lúðvíksson í byrjunarliðinu hjá Haugesund sem keppti úrslitaleik við Moss um sæti í efstu deild.
Anton Logi spilaði fyrstu 62 mínúturnar í markalausu jafntefli á útivelli gegn Moss. Seinni leikurinn fer fram á sunnudaginn og verður hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fær þátttökurétt í efstu deild á næsta ári.
RFS 0 - 1 Malmö
0-1 Sergio Pena ('82)
Moss 0 - 0 Haugesund
Athugasemdir