mán 06. febrúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Átján Sunnlendingar valdir í Hæfileikamótun
Þorlákur Breki Baxter með Selfossi. Yngri bróðir hans, Jónatan Máni, er í úrtakshópnum.
Þorlákur Breki Baxter með Selfossi. Yngri bróðir hans, Jónatan Máni, er í úrtakshópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla, er yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ. 


Hann hefur valið hóp Sunnlendinga sem taka þátt á sérstakri úrtaksæfingu í Lindex höllinni á Selfossi.

Æfingin fer fram föstudaginn 10. febrúar næstkomandi klukkan 15:30.

Flestir táningar úrtakshópsins koma frá Selfossi og eru þeir sex talsins.

Þá koma fimm úr röðum ÍBV og þrír frá Hamri, þrír frá Sindra og að lokum einn frá Neista sem þarf að ferðast ansi langa vegalengd til að mæta á þessa æfingu.

Sjáðu úrtakshópinn á vefsíðu KSÍ


Athugasemdir
banner
banner
banner