Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. júní 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire mikið orðaður við Tottenham
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: EPA
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er orðaður við Tottenham eftir að Ange Postecoglou var ráðinn stjóri liðsins.

Postecoglou er ástralskur en fæddist í Grikklandi. Hann vann skosku þrennuna með Celtic á þessu tímabili en hann stýrði ástralska landsliðinu 2013-2017. Hann var ráðinn til Tottenham í morgun og skrifaði undir fjögurra ára samning.

Maguire er núna orðaður við Tottenham en miðvörðurinn er ekki ofarlega í goggunarröðinni hjá Erik ten Hag, stjóra Man Utd.

Það er talið að Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, yrði mjög ánægður með að fá Maguire til Tottenham en þeir eru góðir félagar. Það er talað um að það sé ein af ástæðunum fyrir því að Spurs sé að horfa til Maguire.

Maguire, sem er þrítugur, var keyptur til Man Utd frá Leicester sumarið 2019 fyrir 80 milljónir punda. Hann hefur engan veginn staðist væntingar hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner