Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 06. júlí 2020 22:25
Fótbolti.net
Árni Freyr: Þurfum vissulega að halda haus
Kvenaboltinn
Árni Freyr var að vonum vonsvikin eftir tap FH í nýliðaslagnum
Árni Freyr var að vonum vonsvikin eftir tap FH í nýliðaslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru gríðarleg vonbrigði að hafa ekki allavegana fengið stig. Crucial moment í stöðunni 1-1 þegar við viljum meina að við ættum að fá víti. Þær fara upp stuttu seinna og skora og svo í seinni hálfleik er þetta bara stál í stál,“ sagði Árni Freyr Guðnason, annar þjálfari FH, eftir 2-1 tap gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Þróttur R.

FH-ingar vildu fá vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Birta Georgsdóttir var komin ein í gegn en féll við eftir að Friðrika Arnardóttir, markvörður Þróttar, fór út á móti henni.

„Birta fær boltann í gegn og sólar markvörðinn. Markvörðurinn kippir henni bara niður,“ sagði Árni Freyr um atvikið en fólki á vellinum ber ekki saman um hvort ákvörðun dómarans hafi verið rétt eða ekki. Guðni Eiríksson samþjálfari Árna Freys brást mjög illa við því að fá ekki vítaspyrnu og fékk að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli.

„Það lítur oft illa út þegar dómarinn rífur upp rauða spjaldið þegar kemur smá tuð og einhver pirringur. Það lítur út fyrir að þetta hafi kannski verið mistök hjá honum og hann hafi ekki verið viss með ákvörðunina. En vissulega þurfum við að halda haus,“ sagði Árni Freyr um atburðarrásina í kringum rauða spjaldið.

FH-ingar eru stigalausar á botni deildarinnar eftir fjórar fyrstu umferðirnar en Árni segir engan tíma til að svekkja sig á því heldur þurfi liðið að halda áfram að vinna í sínum málum á æfingasvæðinu.

„Það er bara æfing og svo næsti leikur í bikar og leikur aftur á þriðjudaginn. Það þýðir ekkert að fara að grenja. Það þarf bara að halda áfram. Mæta á næstu æfingu og vinna í því sem við þurfum að gera betur. Þá hef ég fulla trú á því að við getum farið að sækja sigra.“

Nánar er rætt við Árna Frey í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner