Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   mán 06. júlí 2020 22:25
Fótbolti.net
Árni Freyr: Þurfum vissulega að halda haus
Árni Freyr var að vonum vonsvikin eftir tap FH í nýliðaslagnum
Árni Freyr var að vonum vonsvikin eftir tap FH í nýliðaslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru gríðarleg vonbrigði að hafa ekki allavegana fengið stig. Crucial moment í stöðunni 1-1 þegar við viljum meina að við ættum að fá víti. Þær fara upp stuttu seinna og skora og svo í seinni hálfleik er þetta bara stál í stál,“ sagði Árni Freyr Guðnason, annar þjálfari FH, eftir 2-1 tap gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Þróttur R.

FH-ingar vildu fá vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Birta Georgsdóttir var komin ein í gegn en féll við eftir að Friðrika Arnardóttir, markvörður Þróttar, fór út á móti henni.

„Birta fær boltann í gegn og sólar markvörðinn. Markvörðurinn kippir henni bara niður,“ sagði Árni Freyr um atvikið en fólki á vellinum ber ekki saman um hvort ákvörðun dómarans hafi verið rétt eða ekki. Guðni Eiríksson samþjálfari Árna Freys brást mjög illa við því að fá ekki vítaspyrnu og fékk að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli.

„Það lítur oft illa út þegar dómarinn rífur upp rauða spjaldið þegar kemur smá tuð og einhver pirringur. Það lítur út fyrir að þetta hafi kannski verið mistök hjá honum og hann hafi ekki verið viss með ákvörðunina. En vissulega þurfum við að halda haus,“ sagði Árni Freyr um atburðarrásina í kringum rauða spjaldið.

FH-ingar eru stigalausar á botni deildarinnar eftir fjórar fyrstu umferðirnar en Árni segir engan tíma til að svekkja sig á því heldur þurfi liðið að halda áfram að vinna í sínum málum á æfingasvæðinu.

„Það er bara æfing og svo næsti leikur í bikar og leikur aftur á þriðjudaginn. Það þýðir ekkert að fara að grenja. Það þarf bara að halda áfram. Mæta á næstu æfingu og vinna í því sem við þurfum að gera betur. Þá hef ég fulla trú á því að við getum farið að sækja sigra.“

Nánar er rætt við Árna Frey í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner