Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   mán 06. júlí 2020 22:25
Fótbolti.net
Árni Freyr: Þurfum vissulega að halda haus
Kvenaboltinn
Árni Freyr var að vonum vonsvikin eftir tap FH í nýliðaslagnum
Árni Freyr var að vonum vonsvikin eftir tap FH í nýliðaslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru gríðarleg vonbrigði að hafa ekki allavegana fengið stig. Crucial moment í stöðunni 1-1 þegar við viljum meina að við ættum að fá víti. Þær fara upp stuttu seinna og skora og svo í seinni hálfleik er þetta bara stál í stál,“ sagði Árni Freyr Guðnason, annar þjálfari FH, eftir 2-1 tap gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Þróttur R.

FH-ingar vildu fá vítaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Birta Georgsdóttir var komin ein í gegn en féll við eftir að Friðrika Arnardóttir, markvörður Þróttar, fór út á móti henni.

„Birta fær boltann í gegn og sólar markvörðinn. Markvörðurinn kippir henni bara niður,“ sagði Árni Freyr um atvikið en fólki á vellinum ber ekki saman um hvort ákvörðun dómarans hafi verið rétt eða ekki. Guðni Eiríksson samþjálfari Árna Freys brást mjög illa við því að fá ekki vítaspyrnu og fékk að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli.

„Það lítur oft illa út þegar dómarinn rífur upp rauða spjaldið þegar kemur smá tuð og einhver pirringur. Það lítur út fyrir að þetta hafi kannski verið mistök hjá honum og hann hafi ekki verið viss með ákvörðunina. En vissulega þurfum við að halda haus,“ sagði Árni Freyr um atburðarrásina í kringum rauða spjaldið.

FH-ingar eru stigalausar á botni deildarinnar eftir fjórar fyrstu umferðirnar en Árni segir engan tíma til að svekkja sig á því heldur þurfi liðið að halda áfram að vinna í sínum málum á æfingasvæðinu.

„Það er bara æfing og svo næsti leikur í bikar og leikur aftur á þriðjudaginn. Það þýðir ekkert að fara að grenja. Það þarf bara að halda áfram. Mæta á næstu æfingu og vinna í því sem við þurfum að gera betur. Þá hef ég fulla trú á því að við getum farið að sækja sigra.“

Nánar er rætt við Árna Frey í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner