Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 06. júlí 2020 14:27
Magnús Már Einarsson
Harvey Elliott skrifar undir fyrsta atvinnumannasamning hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Harvey Elliott hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá Liverpool.

Elliott kom til Liverpool frá Fulham í fyrrasumar en þar sem hann var sextán ára þá mátti hann einungis gera unglingasamning. Elliott varð 17 ára í apríl síðastliðnum og þá varð hann nægilega gamall til að gera atvinnumannasamning.

„Þetta hefur verið ólýsanlegt ferðalag síðan ég labbaði hingað inn," sagði Elliott eftir undirskrift.

Elliott spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í enska deildabikarnum í september og varð þá næstyngsti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Samtals hefur Elliott spilað átta leiki með aðalliðinu en hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigrinum á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í síðustu viku.

Athugasemdir
banner
banner
banner