Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. júlí 2022 23:01
Ívan Guðjón Baldursson
Björn Axel til Ólafsvíkur (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Víkingur Ólafsvík er í neðri hluta 2. deildar og hafa stjórnendur félagsins ákveðið að styrkja leikmannahópinn fyrir seinni hluta sumarsins.

Ólsarar eru búnir að tryggja sér Björn Axel Guðjónsson frá Lengjudeildarliði KV en þessi félagaskipti koma talsvert á óvart þar sem Björn Axel hefur skorað 5 mörk í 9 leikjum í Lengjudeildinni í sumar.

Hann færir sig niður um deild til að spila með Ólafsvík og verður spennandi að sjá hvernig honum mun ganga að raða inn mörkunum í 2. deild.

Björn Axel var valinn besti leikmaður 9. umferðar Lengjudeildarinnar og er ekki eini leikmaðurinn til að ganga í raðir Ólsara því Carlos Casanovas er einnig kominn.

Carlos, betur þekktur sem Pitu, er 31 árs varnartengiliður sem getur einnig spilað sem miðvörður. Hann kemur úr spænsku E-deildinni þar sem hann hefur verið að spila með Los Garres undanfarin ár.

Ólsarar binda vonir við að báðir þessir leikmenn verði löglegir þegar liðið mætir Haukum á föstudag.

Ólsarar eru óvænt í fallbaráttu með 8 stig eftir 10 fyrstu umferðir sumarsins.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner