Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 06. júlí 2022 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Tekur bara eitt ár í einu - „Ná svolítið bara í nýtt lið"
Hallbera á landsliðsæfingu.
Hallbera á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður landsliðsins, skipti um félag í Svíþjóð fyrir yfirstandandi tímabil; hún fór úr AIK yfir í Kalmar.

Hjá Kalmar er hún búin að vera í stóru hlutverki og byrja 13 af 15 leikjum liðsins. Liðið er í fallbaráttu í sænsku úrvalsdeildinni.

„Það hefur gengið allt í lagi. Ég vissi þannig séð ekki mikið hvað ég væri að fara út í. Þeir ná svolítið bara í nýtt lið. Þetta er nýtt lið og mikið af amerískum leikmönnum þar sem er aðeins öðruvísi hugsunarháttur, ekki sama taktíska spilið sem við erum vanar,” segir Hallbera.

„Við höfum náð að vinna þá leiki sem við höfum þurft að vinna. Við erum ekki á fallsvæðinu eins og er, en það er stutt í það. Við erum nýliðar og það er alltaf erfitt, en þetta er samt gaman.”

Hvernig er að spila í sænsku úrvalsdeildinni?

„Mér finnst það rosalega gaman. Allir leikmenn sem þú mætir eru leikmenn með mikil gæði. Fyrir varnarmenn er þetta mjög gott, þú þarft alltaf að vera á tánum. Ef þú slakar á, þá er þér refsað. Það er flott æfing að sinna varnarvinnunni.”

Hallbera, sem er 35 ára, er búin að vera núna tvö ár samfleytt í Svíþjóð. Sér hún fyrir sér að vera þarna lengi?

„Lengi? Það er góð spurning. Ég veit það ekki. Ég er á þeim stað að ég tek eitt ár í einu og sé hvað skrokkurinn heldur lengi.”

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Hallbera: Illa vegið og verið að kalla okkur svindlara
Athugasemdir
banner
banner
banner