Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
banner
   þri 06. ágúst 2024 22:04
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Páll: Ódýrt víti, gefins víti réttara sagt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Líðanin er fín. Bara leiðinlegt að tapa og það hefur ekkert breyst neitt og breytist held ég aldrei. Heilt yfir fannst mér við bara gera ótrúlega fínan leik að mörgu leiti og spila vörnina ótrúlega fínt" sagði svekktur Rúnar Páll þjálfari Fylkis eftir 3 - 0 tap gegn Breiðabliki í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Fylkir

Þeir fá mjög ódýrt víti, gefins víti réttara sagt. Það er náttúrlega ekki víti, það er bara þannig og get sagt það hér og nú. Ég er búinn að sjá atvikið og og það er mjög dýrt að fá þannig á sig á erfiðum útivelli.

Ég er óánægður með að við erum að fá þessi mörk á okkur. Erum að fá tvö vítamörk á okkur og þetta mark í seinni hálfleik. Það sem ég er helst óánægður með er að við erum að fá fínar sóknir og spila okkur útúr pressunni þeirra og erum ekki nógu flinkir á síðasta þriðjung og það hefur verið okkar veikleiki í sumar. 

Við erum að vinna í styrkingu og vonandi náum við að loka því fyrir gluggalok. Erlendur leikmaður sem er að spila á Íslandi

Nánar er rætt við Rúnar Pál hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner