Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliðinu hjá Göteborg og skoraði eitt marka liðsins í 3-0 sigri gegn Degerfors í efstu deild sænska boltans í dag. Hann skoraði með skoti utan vítateigs sem breytti um stefnu af varnarmanni áður en hann lak í netið.
Kolbeinn skoraði annað mark leiksins á 45. mínútu en heimamenn í Gautaborg léku nánast allan tímann einum leikmanni fleiri eftir að Mamadouba Diaby fékk tvö gul spjöld á fyrstu fimm mínútunum í liði gestanna.
Kolbeinn og félagar eru í efri hluta deildarinnar með 28 stig eftir 18 umferðir. Þeir eru sjö stigum frá Evrópusæti. Degerfors er í fallsæti.
Tómas Bent Magnússon fékk þá að spreyta sig með Hearts í efstu deild skoska boltans en hann var tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins fyrr í dag.
Tómas kom inn af bekknum í uppbótartíma þegar Hearts var svo gott sem búið að landa 2-0 sigri gegn Aberdeen.
Liðin mættust í fyrstu umferð á nýju deildartímabili.
Tychy tapaði að lokum toppslag í næstefstu deild í Póllandi. Oliver Stefánsson var ónotaður varamaður í 3-4 tapi.
Tychy er með 6 stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju tímabili. Liðið tapaði naumlega gegn Wisla frá Kraká sem er með fullt hús stiga.
Goteborg 3 - 0 Degerfors
1-0 M. Fenger ('36)
2-0 Kolbeinn Þórðarson ('45)
3-0 T. Santos
Rautt spjald: Mamadouba Diaby, Degerfors ('5)
Tychy 3 - 4 Wisla
Hearts 2 - 0 Aberdeen
Hassleholm 2 - 1 Ariana
Hvidovre 0 - 0 Horsens
Kolbeinn Thordarson utökar Blåvitts ledning precis innan halvtidsvilan, 2-0! ????
— Sports on HBO Max ???????? (@sportshbomaxse) August 4, 2025
???? Se matchen på HBO Max pic.twitter.com/qLpZxczsjq
Athugasemdir