Hið sögufræga félag Morecambe FC gæti þurft að leggja upp laupana vegna fjárhagsörðugleika eftir fall úr ensku League Two deildinni, neðstu deild enska deildakerfisins.
Morecambe fellur því niður í utandeildina og hefur aðeins tvær vikur til að laga fjárhagsstöðu sína áður en stjórn utandeildanna hendir félaginu úr keppni.
105 ára saga Morecambe FC gæti því tekið enda á næstu vikum, líkt og hefur gerst með Bury FC og Macclefield Town á síðustu árum.
Það eru 35 þúsund íbúar sem búa í Morecambe og hafa lengi krafist þess að Jason Whittingham selji félagið. Whittingham gerði líka allt brjálað í rúgbí heiminum á Englandi fyrir nokkrum árum þegar hann keyrði Worcester Warriors í þrot á mettíma.
Pælið í þessu. 105 ára gamalt félag, ekki til lengur í dag. Útaf einum nautheimskum eiganda.
— Sölvi Haralds (@Breiiiiiiiiiii) August 4, 2025
Ég hélt ekki með þeim en ekkert félag í heiminum á þetta skilið.
Jason Wittingham er búinn að taka heilt samfélag og bara rústa því.#RIPMorecambeFC https://t.co/OEFX823Azk
Athugasemdir