Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 23:25
Ívan Guðjón Baldursson
Le Bris framlengir við Sunderland
Mynd: Sunderland
Mynd: Sunderland
Régis Le Bris franskur þjálfari Sunderland er búinn að gera nýjan samning við félagið sem gildir næstu þrjú árin sem er mikið fagnaðarefni þar á bæ.

Le Bris er 49 ára gamall og hefur verið við stjórnvölinn hjá Sunderland í eitt ár. Hann kom liðinu upp úr Championship deildinni í fyrstu tilraun, eftir átta ára fjarveru úr ensku úrvalsdeildinni.

„Tengingin sem ég hef við starfsteymið, leikmennina og þjálfarana hefur komið mjög náttúrulega. Við höfum deilt mikið af frábærum stundum og ég finn fyrir orkunni, viljanum og metnaðinum til að halda áfram að gera betur. Við erum frábært teymi," sagði Le Bris meðal annars við undirskriftina.

Markmið Sunderland á komandi tímabili er að forðast fall úr úrvalsdeildinni. Það verður gríðarlega erfitt en alls ekki ómögulegt sérstaklega eftir kaup á ýmsum nýjum leikmönnum.

Sunderland er búið að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar með mönnum á borð við Habib Diarra, Simon Adingra, Chemsdine Talbi og Granit Xhaka.


Athugasemdir
banner
banner